Þorgrímur Þráinsson

Þorgrímur.

Þorgrímur Þráinsson (1959) er íslenskur rithöfundur barna- og unglingabóka og fyrrum knattspyrnumaður. Árið 2010 fékk hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Ertu Guð, Afi? og 1997 fyrir Margt býr í myrkrinu. Þorgrímur hefur gefið út 40 bækur.

Hann lýsti yfir framboði sínu til forseta Íslands í kosningunum 2016, en tilkynnti að hann væri hættur við framboð þann 9. apríl 2016. Hann hefur unnið fyrir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undanfarin ár. Á árunum 1996 til 2004 starfaði Þorgrímur sem framkvæmdastjóri Tóbaksvarnarnefndar.

Tilvísanir