Þjóðgarðar á Nýja-Sjálandi eru 13 vernduð svæði sem er stjórnað af stofnuninni Department of Conservation. Samþykktin The National Parks Act of 1980 skerpti á skilgreiningu og skipulagningu á þjóðgörðum.
Tongariro-þjóðgarðurinn var fyrsti þjóðgarðurinn, stofnaður árið 1887. Sá nýjasti er Rakiura-þjóðgarðurinn frá 2002. Stærsti þjóðgarðurinn er Fiordland-þjóðgarðurinn eða 12.519 ferkílómetrar. Árið 2014 var Te Urewera-þjóðgarðurinn tekinn út af listanum og er nú annars konar verndarsvæði.
Listi
Heimild
Fyrirmynd greinarinnar var „National parks of New Zealand“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. feb. 2017.