Íþróttafélag er félag sem fæst við ástundun einnar eða fleiri íþróttagreinar. Íþróttafélög eru mjög margvísleg, allt frá því að vera lítil samtök áhugafólks að stórum samtökum með umfangsmikinn rekstur sem greiða atvinnuíþróttamönnum fyrir að keppa fyrir hönd félagsins. Tekjur slíkra félaga geta verið félagsgjöld, styrkir, auglýsingafé eða tekjur af aðsókn á íþróttaviðburði sem þau standa fyrir. Íþróttafélög geta snúist um eina íþróttagrein eða margar eftir atvikum.