Verslunarkeðja er hópur smásöluverslana sem rekinn er undir einu merki. Verslanir í keðju eru reknar á staðlaðan hátt og hópur stjórnanda í aðalskrifstofu sér um þetta. Slíkar verslanir má vera reknar undir sérleyfi eða vera í eigu fyrirtækisins sem á merkið. Stærsta verslunarkeðjan í heimi er bandaríska mat- og heimilsvöruverslunWal-Mart. Verslunarkeðjur er að finna í mörgum smásölumörkuðum, nokkur dæmi um þær eru Bónus, Hagkaup, Byko, Blómaval og alþjóðleg fyirtæki eins og Pizza Hut og Body Shop.