Varmárósar

Varmárósar eru friðlýst svæði við ósa Varmár í Mosfellsbæ. Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 til að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess sem og náttúrulegu ástandi votlendis og sérstöku gróðurfari svæðisins. Friðlandið er 9.76 hektarar og liggur frá hesthúshverfinu við Varmárbakka og frá göngustíg við reiðhringi út í Varmá og norður fyrir Hestþinghól út í ósinn.

Heimild