Uppþvottavél

Opin uppþvottavél.

Uppþvottavél er heimilistæki notað til að vaska upp diska og eldhúsáhöld. Þær eru notuð á heimilum og á veitingahúsum. Uppþvottavél notar heitt vatn og þvottaefni til að fjarlægja óhreinindi í staðinn fyrir að skrúbba. Margar uppþvottavélar geta líka þurrkað upp með hitarist. Stundum er nauðsynlegt að setja salt í vélina með þvottefninu.

Josephine Cochrane fann upp nútímauppþvottavélina árið 1886. Hún var knúin með höndunum. Cochrane var rík og vaskaði aldrei upp en hún fann upp uppþvottavélina af því að þjónar hennar brutu oft diskana.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.