Tommy Wiseau

Tommy Wiseau
Fjölmiðlamynd af Wiseau, tekin 2016
StörfLeikari, kvikmyndagerðamaður
Vefsíðahttps://www.tommywiseau.com
Undirskrift

Tommy Wiseau er evrópsk–amerískur leikari, rithöfundur, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. Hann framleiddi, leikstýrði og lék í 2003 költkvikmyndinni The Room, sem hefur verið lýst af mörgum gagnrýnendum sem einni af verstu kvikmyndum allra tíma. Wiseau leikstýrði einnig 2004 heimildarmyndinni Homeless in America og 2015 gamanþáttunum The Neighbors.[1]

Mörg atriði um einkalíf Wiseau (þar á meðal þjóðerni hans, aldur og bakgrunnur) eru óstaðfest og hafa leitt af sér miklar vangaveltur aðdáenda, þar sem sem mönnum ber ekki alltaf saman. Bók frá 2013, The Disaster Artist: My Life Inside The Room, the Greatest Bad Movie Made, eftir Greg Sestero, sem og kvikmyndaraðlögun frá 2017, atriði á bak við tjöldin við gerð myndarinnar The Room og líf Wiseau.

Æviágrip

Yngri ár

Wiseau heldur upplýsingum um sín yngri ár leyndum. Í ýmsum viðtölum hefur hann haldið því fram að hafa búið í Frakklandi „fyrir löngu síðan“. Hann hefur einnig sagst hafa alist upp í New Orleans og sagst eiga „heila fjölskyldu“ í Chalmette, Louisiana.

Í viðtölum eftir útgáfu The Room árið 2003 gaf Wiseau til kynna að hann hefði fæðst árið 1968 eða 1969, en leikarinn Greg Sestero heldur því fram í ævisögunni frá 2013, The Disaster Artist, að kærasta bróður hans hafi komist yfir afrit innflytjendapappíra Wiseau til Bandaríkjanna og komist af því að hann hefði fæðst „miklu fyrr“ en hann hefði gefið til kynna í austantjaldslandi á sjötta áratugnum.

Tilvísanir

  1. Tommy Wiseau: The Complete Interview(s), The Portland Mercury(en); skoðað júní , 2017.
  Þetta æviágrip sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.