Titill

Titill er tignarheiti (eða nafnbót) sem menn skreyta sig sjálfir með (eða aðrir) og er annaðhvort settur fyrir framan eða aftan nafn viðkomandi. Það getur verið vegna menntunar (sbr. Jón Steffensen prófessor, séra Bolli Gústavsson eða Hinrik Jóhannesson B.Sc), ástands (jómfrú Anna, Jóhannes ekkill) eða vegna þess að menn eru fæddir inn í einhvers konar virðingarstiga (Hinrik greifi). Einnig er til í dæminu að menn skreyti sig í hálfkæringi með titli (sbr. dr. Gunni).

Á íslensku eru sumir titlar vegna venju settir á undan nafni, eins og séra Hinrik eða herra Ólafur Ragnar. En ef viðkomandi er fæddur inn í konunglegan virðingarstiga er málvenja á íslensku að setja nafnið fyrst og síðan titilinn og segja Zeppelin greifi, Hinrik prins eða Margrét Danadrottning. Einnig á þetta við um æðstu menn kirkjunnar: Jóhannes Páll páfi eða Karl biskup. Þetta á samt ekki við um suma virðingartitla eins og til dæmis: móðir Teresa, meistari Þórbergur eða heilög (sankti) Anna.

Tengt efni

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.