Teiknimyndasögur eru listform sem felst í því að listamaðurinn segir sögu í myndum sem raðað er upp í ákveðna röð. Sögurnar geta verið annað hvort með texta eða án en algengast er að einhver texti fylgi. Algengt er að stuttar teiknimyndasögur (1-5 rammar) birtist í dagblöðum en lengri teiknimyndasögur eru gjarnan gefnar út í blöðum og jafnvel í stærri brotum sem er þá kallað „graphic novels“ á ensku.
Teiknimyndasögur eru kallaðar comics á ensku, manga á japönsku og bande dessinée eða B.D. á frönsku.
Í Bretlandi er gjarnan talað um comics sem innlendar teiknimyndasögur en comic books sem teiknimyndasögur frá Bandaríkjunum.
Saga og uppruni teiknimyndasagna
Í Evrópu er Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer þekktur fyrir teiknimyndaraðir sínar frá upp úr 1830 en í Bandaríkjunum er guli krakkinn sem teiknaður var af Richard F. Outcault í dagblað í kringum 1890. Í Japan er löng hefð fyrir stjórnmálaskopmyndum en hinar japönsku manga urðu fyrst vinsælar með list listamannsins Hokasai seinna á 20. öld. Fyrirrennarar nútíma teiknimyndasagna eru hellamyndir í Frakklandi sem margar hverjar eru í tímaröð, egypskarhíeróglýfur, Colonna Traiana í Róm, Bayeux-refillinn, mynd Michelangelo af síðustu kvöldmáltíðinni í Sixtínsku kapellunni og tímamyndir William Hogarth.