Tannkrem

Tannkrem úr túpu sett á tannbursta

Tannkrem er hrjúft krem sem notað er til að hreinsa tennurnar. Tilgangur tannkrems er m.a. að losa skán og matarleifar, draga úr andremmu og koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma eins og tannskemmd og tannholdsbólgu. Tannkrem gerir það jafnframt að verkum að tannbursti renni slétt yfir tennurnar.

Tannkrem getur innihaldið virk efni eins og flúor sem ætlað er til að styrkja glerung tanna. Ekki er ætlast til þess að tannkremi sé kyngt vegna þess að það inniheldur flúor. Ef litlu magni tannkrems er kyngt er það yfirleitt ekki skaðlegt en ráðlegt er að leita til læknis ef mikils magns er neytt. Tannkrem inniheldur einnig viðbætt bragðefni, yfirleitt myntubragð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.