Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu (sænska: Svenska damfotbollslandslaget) er fulltrúi Svíþjóðar á alþjóðlegum vettvangi. Liðið hefur einu sinni unnið til gullverðlauna á stórmóti, í Evrópukeppninni 1984. Að auki hlaut það silfurverðlaunin á HM 2003 og á Ólympíuleikunum 2016 og 2020.