Syracuse er fimmta stærsta borg í New York-fylki (á eftir New York-borg, Buffalo, Rochester og Yonkers. Íbúar eru um 141.000 (2020) og stórborgarsvæðið með yfir 660.000. Borgin er nefnd eftir forn-grísku borginni Sýrakúsa sem var á Sikiley.
Syracuse-háskólinn er mikilvægur rannsóknarháskóli.