Svarfaðardalshreppur var hreppur í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við Svarfaðardal vestan Eyjafjarðar. Hreppurinn hefur tekið ýmsum breytingum í aldanna rás. Upphaflega náði hann yfir Svarfaðardal frá Hámundastaðahálsi og út í Ólafsfjarðarmúla. Seinna bættist Árskógsströnd ásamt Þorvaldsdal og Hrísey við hreppinn. Í byrjun 20. aldar skiptist hann upp í Svarfaðardalshrepp, Dalvíkurhrepp og Árskógsstrandarhrepp.
Þorpið Dalvík var upphaflega innan hreppsins en var gert að sérstökum hreppi, Dalvíkurhreppi, í ársbyrjun 1946.