Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1963 var 28. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Bólivíu dagana 10. til 31. mars. Sjö lið kepptu á mótinu þar sem öll liðin mættust í einfaldri umferð. Heimamenn urðu meistarar í fyrsta og eina skiptið í sögunni og nutu þar góðs af þunna loftinu þar sem leikið var í mikilli hæð. Lokaleikur mótsins var afar dramatískur þar sem Bólivía tryggði sér titilinn með 5:4 sigri á heimsmeisturum Brasilíu.