Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1947 var 20. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Guayaquil í Ekvador dagana 30. nóvember til 31. desember. Átta lið kepptu á mótinu þar sem öll liðin mættust í einfaldri umferð. Þetta var fyrsta Suður-Ameríkumótið sem haldið var í Ekvador.