Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1946 var 19. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Argentínu dagana 12. janúar til 10. febrúar. Sex lið kepptu á mótinu þar sem öll liðin mættust í einfaldri umferð. Heimamenn urðu meistarar í áttunda sinn í sögunni eftir sigur á Brasilíu í lokaleik.