Stöð 1 er íslensk sjónvarpsstöð sem fór í loftið 29. október 2010 og starfaði óslitið í rúmt ár áður en útsendingum var hætt. Sjónvarpsstöðinni var dreift á IPTV myndlyklakerfum Vodafone & Símans, auk þess sem sent var út á eigin netsvæði www.stod1.is sem þótti nýmæli þá. Sjonvarpsstöðin sendi eingöngu út kvikmyndir í opinni dagskrá. Stöð 1 var stofnuð af Hólmgeiri Baldurssyni sem áður hafði stofnað Skjá 1.