Stuðlaberg er storkuberg, einkum blágrýti, sem við kólnunina hefur dregist saman í stuðla sem oftast eru lóðréttir. Stuðlaberg er oftast sexstrenda en einnig þekkjast önnur form svo sem sjö-, fimm- og ferstrendingar.