Steinselja

Steinselja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Petroselinum
Tegund:
Petroselinum crispum

Undirtegund

Petroselinum crispum var. neapolitanum

Steinselja (fræðiheiti: Petroselinum crispum) er græn tvíær jurt sem notuð sem krydd og stundum líka sem grænmeti. Blöð steinselju eru notaðu á svipaðan hátt og kóríander.

Tvö afbrigði af steinselju eru notuð sem græmeti: steinselja með hrokkin blöð eða slétt blöð (P. neapolitanum). Steinselja með hrokkin blöð er oft notuð til skrauts t.d. með smurbrauði. Rótarsteinselja (Petroselinum crispum var. tuberosum) er með miklu þykkari rót en afbrigðin sem ræktuð eru vegna blaðanna.

Steinselja vex vel í djúpum pottum sem henta vel fyrir stólparót. Steinselja sem vex innandyra þarf minnst fimm klukkustunda sól á dag. Steinselja er oft notuð í garðlöndum með öðrum gróðri m.a. vegna þess að hún dregur að sér ránskordýr eins og geitunga. Þannig er steinselja notuð með tómatarækt.

Steinselja skv. náttúrulækningum

Í Búnaðarbálki [1], sem er titlaður: eymdaróður eður óvættadvöl og ógeðsæfi, sem birtist í tímaritinu Fjallkonunni segir:

Steinselja leysir þvagsins þunga,
þá miltisteppu´og kviðarstein;
spínakkan mýkir líf og lungu,
laukurinn kveisu og ormamein;
eins hvert meðal það eykur kraft
áborið, sem til matar haft. [2]

Myndir

Tilvísanir

  1. Búnaðarbálkur; birtist í Fjallkonunni 1909
  2. Búnaðarbálkur (tiltekið brot); birtist í Fjallkonunni 1909

Tenglar

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.