Stúlkan sem lék sér að eldinum (sænska: Flickan som lekte med elden) er önnur skáldsagan í Millennium-þríleik sænska höfundarins Stieg Larsson en bækurnar hafa farið sigurför um heiminn. Halla Kjartansdóttir þýddi á íslensku. Á undan kom Karlar sem hata konur en sú síðasta er Loftkastalinn sem hrundi. Stieg Larsson hafði skrifað þrjár bækur um þau Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist áður en hann fann útgefanda. Hann lést áður en fyrsta bókin kom út.
Í bókinni eru margar þær persónur sem eru í Karlar sem hata konur, meðal þeirra er Lisbeth Salander, „stelpan“ í titli bókarinnar og félagsfælinn tölvurefur, og Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamaður og útgefandi tímaritsins Millennium.
Söguþráður
Mikael Blomkvist, útgefandi tímaritsins Millennium hefur gert sér lifbrauð að því að koma upp um óprúttnar og spilltar persónur í sænska samfélaginu. Svo þegar ungur blaðamaður kemur til hans með rannsókn á kynlífsviðskiptum í Svíþjóð og þá hátt settu menn sem nota sér þjónustu stúlkna undir lögaldri, hendir Blomkvist sér í rannsókn málsins.
Lisbeth Salander er eftirlýst. Blaðamaðurinn á Millennium sem hafði unnið að greininni um mansal og kynlífsviðskipti finnst myrtur ásamt kærustunni sinni, á dularfullan hátt og fingraför Lisbeth á vopninu. Blöðin grafa upp sögur af geðsjúkrahúsvist hennar sem barn og ofbeldisfullu framferði hennar og samfélaginu stendur ógn af henni. En hvar er hún?
Blaðamaðurinn Mikael Blomkist trúir ekki að Lisbeth hafi framið morðin. Á Millennium leggjast allir á eitt við að draga fram sannleikann í málinu en hann er ekki alltaf fagur. Ofbeldi og spilling hafa sett mark sitt á fortíð Lisbeth Salander. En hún lætur engan eiga neitt inni hjá sér.
Persónur
- Lisbeth Salander, tattúveraður, tvíkynhneigður tölvurefur sem hefur tilhneigingu til að verða ofbeldisfull og hatar karla sem hata konur.
- Mikael Blomkvist, blaðamaður og útgefandi tímaritsins Millennium. Hann er smástjarna eftir að hafa flett ofan af siðspilltum sænskum viðskiptajöfri, Hans-Erik Wennerström.
- Erika Berger, aðalritstjóri Millennium, vinur og einstaka bólfélagi Mikaels.
- Dag Svenson, gáfaður ungur blaðamðaur sem fær vinnu á Millennium eftir að hafa rannsakað kynlífsviðskipti.
- Mia Johansson, kærasta Dags og fjallar doktorsritgerðin hennar um kynlífsviðskipit og mansal.
- Miriam Wu (Mimmi), strippari og einstaka bólfélagi Lisbeth.
- Nils Bjurman, spilltur lögfræðingur og ofbeldishneigður umsjónarmaður Lisbeth.
- Alexander Zalachenko (Zala), mikilvægur maður innan kynlífsbransans og framkallar nafn hans stundum hroll hjá fólki.
- Ronald Niedermann, þýskur afbrotamaður sem vinnur sem starfsmaður hjá Zalachenko. Sonur hans.
- Jan Bublanski, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Stokkhólmi sem stjórnar rannsókninni í leitinni að „fjöldamorðingjanum“ Lisbeth Salander.
- Sonja Modig, rannsóknarlögreglukona hjá lögreglunni í Stokkhólmi, helsti samstarfsmaður Bublanskis.
- Hans Faste, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Stokkhólmi.
- Paolo Roberto, fyrrum boxari, boxþjálfari og vinur Lisbeth Salander (alvöru persóna, leikinn af sjálfum sér í myndinni).
- Gunnar Björck, fyrrum lögreglumaður í öryggislögreglunni.
- Holger Palmgren, fyrrum umsjónarmaður Lisbeth Salander.
- Dragan Armanskij, forstjóri Milton Security.
- Magge Lundin, stjórnandi Svavelsjö MC, mótorhjólaklúbbs.
- Richard Ekström, saksóknarin í málinu gegn Lisbeth Salander.
Heimildir