Skopun er þéttbýlisstaður nyrst á Sandey. Rætur byggðar þar má rekja til ársins 1833 og er Skopun nú næststærsta byggðin á eyjunni á eftir Sandi.
Til stendur að byggja Sandoyargöngin milli Sandeyjar og Straumeyjar og er ætlunin að opna þau árið 2021. Íbúar Skopunar voru 446 árið 2015.