Skjaldarmerki lýðveldisins Íslands, eftir 1944, er silfurlitaður kross á himinbláum skildi, með eldrauðum krossi varpað inn í silfurkrossinn. Skjaldarmerkið prýða hinar fjórar landvættir Íslands, ein fyrir hvern landsfjórðung: griðungur (Vesturland), gammur (Norðurland), dreki (Austurland) og bergrisi (Suðurland). Þær standa á helluhrauni. Höfundur skjaldarmerkisins var Tryggvi Magnússon.
Hinn 12. febrúar 1919 var tekið upp merki, þar sem fáni Íslands er markaður á skjöld. Konungsúrskurðurinn um skjaldarmerkið hljóðar þannig: „Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi." Þetta var skjaldarmerki konungsríkisins Íslands, 1918–1944.
Á fyrri öldum var skjaldarmerki Íslands lengi saltfiskur á rauðum skildi.
Skjaldarmerki Konungs Íslands samkvæmt franskri skjaldamerkjabók frá 13. öld geymd í Wijnbergen í Hollandi
Skjaldarmerki Konungsríkisins Íslands 1919 til 1944
Skjaldarmerki Kristjáns 10. konungs Íslands 1918 til 1944 og Danmerkur 1912 til 1947. Tákn Íslands er silfurlitur fálki í vinstra horni neðst. Nýtt skjaldarmerki án fálka Íslands 1948.
Áhugavert efni
Öðrum en íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að nota merkið til auðkenningar. Þrátt fyrir þetta hafa bolir og peysur sem bera það verið seldir á Íslandi í nokkur ár.