Sjónvarpsútsending er þegar að efni hvar sem er í heiminum, eða alheiminum jafnvel, er útgefið í gegnum sjónvarpsmyndavél og dreift til notenda í gegnum sjónvarpstæki. Fyrsta sjónvarpsútsendingin var í London, á vegum BBC. Sjónvarpsútsendingin sýndi frá krýningu Georgs sjötta í Hyde Park.[1]
Dreifileiðir
Örbylgjusendingar
Sendingar á örbylgju (VHF/UHF) dreifikerfi á íslandi fer um örbylgju eða með ljósleiðara til aðalsenda. Aðalsendar dreifikerfisins dreifa svo áfram til endurvarpsenda og þaðan til notenda.[2]. Örbylgju dreifikerfi á íslandi eru á vegum RÚV og Vodafone. Munurinn á stafrænum örbylgjusendingum og hliðrænum liggur í sendingarbúnaði og getu stafræna kerfisins til að senda margar stöðvar í einu.[3]
Netdreifing
Netdreifing getur verið tvenns konar. Í fyrsta lagi dreifing sem sýnd er á vefssíðum sem streymi, eða í öðru lagi dreifing um internet sem fer um afruglara á leiðinni í sjónvarpið. Það síðarnefnda hefur oft verið nefnt Breiðband. Breiðband gefur þá möguleika fram yfir örbylgju að dagskrá getur verið gagnvirk.[4] Breiðbands kerfi á íslandi er á vegum Skjásins, sem er rekið af Símanum.
Gervihnattadreifing
Gervihnattasendingar eru sendingar frá sjónvarpstöðvum um gervihnött sem endurvarpar merkinu aftur til viðtakanda um gervihnattadiska. RÚV sendir út dagskrá sína í gegnum gervihnött. Þetta er gert í gegnum norska fjarskiptafyrirtækið Telenor. Útsendingarnar eru í læstri dagskrá, svo að íbúar utan íslands nái ekki sendingunni.[5]
Tilvísanir