Sigurður Bjóla Garðarsson (f. 1952) er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður. Hann var söngvari og lagasmiður í Spilverki þjóðanna, Hrekkjusvínum og um tíma liðsmaður í Stuðmönnum. Hann samdi textan við lagið Nútíminn eftir Egil Ólafsson í flutningi Þursaflokksins.