Sigríður Hannesdóttir

Sig­ríður Hann­es­dótt­ir (13. mars 1932 – 28. júní 2024) var leik­kona og stofn­andi Brúðubíls­ins.

Sig­ríður var fædd 13. mars 1932 og sleit barnsskón­um í Reykja­vík. For­eldr­ar henn­ar voru Hann­es Hreins­son, verkamaður d. 1982 og Jó­hanna Pét­urs­dótt­ir, verka­kona d. 1990.

Á unglings­ár­un­um lærði Sig­ríður hjá Ævari Kvar­an áður en hún hóf nám við Leiklistarskólann. Eft­ir að hafa klárað leiklistarnámið flutti Sig­ríður til Eng­lands þar sem hún bjó og starfaði í eitt ár.

Þegar hún sneri til baka til Íslands kynnt­ist hún Ottó Erni Pét­urs­syni, starfs­manni am­er­íska sendi­ráðsins í Reykja­vík, en þau gengu í hjónaband árið 1957.

Sig­ríður Hann­es­dótt­ir söng gaman­vís­ur í samkomu­hús­um víðsveg­ar um landið áður en hún stofnaði Brúðubilin árið 1976 ásamt Jóni Guðmunds­syni. Sam­an lögðu þau af stað í sína fyrstu ferð á Lödu-skut­bíl sem Sig­ríður hafði fjár­fest í. Sýn­ing­ar Brúðubíls­ins voru fyrst um sinn haldn­ar á gæslu­völl­um í Reykja­vík en fljótlega út­víkkaði starf­sem­in og voru til að mynda haldn­ar sýn­ing­ar í Skála­túni, viðKópavogs­hæli og úti á landi.

Þegar Jón Guðmunds­son sagði skilið við Brúðubíl­inn kom Helga Stef­fen­sen inn og gáfu þær Sig­ríður út tvær plöt­ur með Brúðubíln­um.

Sig­ríður var skemmti­leg kona og hafði hvetj­andi áhrif á um­hverfi sitt en störf henn­ar bera þess skýr merki. Henni er lýst sem mik­illi barna­konu og varði hún starfsævi sinni í þágu barna. Hún kenndi meðal ann­ars fram­sögn og leik­list í grunn­skól­um og um tíma sá hún um íslenskukennslu fyr­ir börn starfs­manna ameríska sendi­ráðsins.

Einnig var hún þekkt fyr­ir að ljá Krumma rödd sína í sjón­varpsþátt­un­um Stund­inni okk­ar árið 1967.

Á níræðis­aldri gaf Sig­ríður út disk með gamanvís­un­um sem hún hafði áður sungið. En vísna­text­arn­ir voru marg­ir hverj­ir eft­ir hana sjálfa.

Eig­inmaður Sig­ríðar lést árið 2017.

Börn Sig­ríðar og Ottós eru Birg­ir Ottós­son f. 1958 gift­ur Elsu Dóru Grét­ars­dótt­ur f. 1959, Eva Ottós­dótt­ir f. 1959 gift Eini Ing­ólfs­syni f. 1954, Örn Ottós­son f. 1963 gift­ur Krist­björgu Lindu Cooper f. 1966 og Hann­es Ottós­son f. 1969 gift­ur Kristjönu Hrafns­dótt­ur f. 1973. Barna­börn­in eru átta og barna­barna­börn­in ell­efu.