Screen Actors Guild verðlaun (skammstafað sem SAG verðlaun) er viðurkenning gefin af Screen Actors Guild til þess að bera kennsli á framúrskarandi frammistöður í kvikmyndum og sjónvarpi. Verðlaunagripurinn er stytta af nöktum manni sem heldur á tveimur grímum. Styttan er fjörutíu sentimetrar og er fimm kíló og steypt í bronsi. SAG verðlaunin hafa verið ein af stærstu verðlaunahátíðum í Hollywood síðan þau hófu göngu sína árið 1995. Tilnefningar koma frá 4200 meðlimum Screen Actors Guild sem valdir eru af handahófi en allir 120.000 meðlimir mega kjósa sigurvegara.