Savannakhet er höfuðstaður í samnefndu héraði í suðurhluta Laos. Íbúafjöldi í borginni er um 70 000 árið 2000 en í öllu héraðinu um 120 000. Formlega heitir borgin Kaysone Phomvihane eftir aðalleiðtoga Pathet Lao og þar að auki hefur hún heitið Khanthabouli. Öll þrjú nöfnin eru notuð í bókum og á kortum en Savannakhet er það nafn sem notað er í daglegu samhengi. Borgin er önnur stærsta borg Laos eftir Vientiane. Kaysone Phomvihane fæddist í borginni.
Stór hluti íbúanna hafa ekki laosku að móðurmáli heldur tala tungumál þjóðaflokkana frá fjallasvæðunum auk Taílendinga og Víetnama. Stór hluti Víetnamana eru kristnir enda er í borginni stærsta kaþólska kirkjan í Laos. Þar er einnig frægt búddistamusteri, Wat Sainyaphum, sem byggt var á 15. öld. Skammt utan við borgina er stúpan That Ing Hang sem er eitt helgasta takmark pílagrímsferða búddista í Laos.
Ein af tveimur brúm yfir fljótið Mekong frá Laos til Taílands liggur frá Savannakhet yfir að Mukdahan. Brúin var opnuð fyrir umferð í janúar 2007. Enda er borgin mikil verslunarmiðstöð fyrir suðurhluta Laos og einnig mikilvægur samgöngutengill milli Taílands og Víetnam.