San Teódóros er skáldað Mið-Ameríkuland sem kemur fyrir í nokkrum Tinnabókum eftir Hergé. Ekkert eitt land er fyrirmynd San Teódóros en í því má finna vísanir í Bólivíu, El Salvador og Mexíkó. Landinu var fyrst lýst í myndasögunni Skurðgoðið með skarð í eyra sem birtist sem framhaldssaga í Le Petit Vingtième frá 1935 til 1937.
San Teódóros er sagt stofnað af José Olivaro hershöfðingja (hugsanleg vísun í Simón Bolívar og José de San Martín). Landið er bananalýðveldi undir herforingjastjórn þar sem ólíkar herforingjaklíkur fremja regluleg valdarán ýmist undir forystu vinar Tinna Alkasars eða Tapíóka, erkióvinar hans.
Tinnabækur þar sem San Teódóros kemur fyrir
|
---|
Ævintýri Tinna (bókaröð) | |
---|
Persónur | |
---|
Staðir | |
---|
Sjónvarpsþættir | |
---|
Kvikmyndir | |
---|
Heimildamyndir | |
---|
Tölvuleikir | |
---|
Aðrar Hergé-bókaraðir | |
---|
Samstarfsfólk | |
---|
Tengd nöfn | |
---|
Ýmislegt | |
---|