San Severo

Ráðhúsið í San Severo.

San Severo er bær í sýslunni Foggia í Apúlíu á Suður-Ítalíu. Íbúafjöldi er um 56 þúsund. Bærinn var stofnaður á 11. öld og byggðist upp umhverfis kirkju sem Benediktínar frá klaustrinu á Montecassino reistu. Árið 1627 hrundi nær allur bærinn til grunna í jarðskjálfta og áttahundruð íbúar fórust. Enduruppbygging gekk hægt, meðal annars vegna farsótta, en bærinn var endurreistur í barokkstíl.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.