Samtök herskálabúa voru hagsmunasamtök fólks á höfuðborgarsvæðinu sem barðist fyrir hagsmunum þeirra sem bjuggu í bröggum. Samtökin voru stofnuð sunnudaginn þann 29. nóvember 1953. Stofnfundurinn fór fram í Camp Knox. A stofnfundi var undirrituð eftirfarandi stefnuyfirlýsing samtakanna:
- Samtök herskálabúa líta á það sem höfuðverkefni sitt, að knýja á yfirvöld Reykjvíkurbæjar um byggingu mannsæmandi íbúða fyrir það fólk, sem býr í hermannaskálum og að braggahverfunum verði útrýmt innan tveggja til þriggja ára. [1]
Samtökin leystust svo upp um 1960 þegar tók að fækka bröggum og braggahverfum.
Tilvísanir
- ↑ Samtök herskálabúa stofnuð; grein í Morgunblaðinu 1953
Tenglar