Sameindamassi er massi allra atóma í tiltekinni sameind. Fæst með því að leggja saman atómmassa allra frumeinda, sem mynda sameindina, í sömu hlutföllum og efnajafna sameindarinnar segir til um.
Sameindamassi er mældur í atómmassaeiningunni „u“ þar sem „u“ er þyngd einnar kjarneindar.