Kirkjan er skreytt af mikilli natni og má meðal annars sjá lífsferli mannsins gerð skil á veggjunum, allt til grafar. Nýlega var uppgötvað að í loftskreytingunum er að finna dulkóðaða nótnaforskrift fyrir tónlist sem virðist líkjast barnagælum.
Fjölmargar goðsagnir hafa fylgt kirkjunni, nú síðast vegna skáldsögunnar Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown.