Ross County F.C.

Victoria Park í Dingwall er leikvöllur Ross County.

Ross County Football Club er knattspyrnufélag með aðsetur í Dingwall í norðanverðu Skotlandi sem stofnað var árið 1929. Það hóf ekki þátttöku í skosku deildarkeppninni fyrr en undir lok 20. aldar. Velgengni þess hefur verið mikil. Félagið hefur leikið í efstu deild og orðið deildarbikarmeistari.

Saga

Ross County var stofnað árið 1929 og hóf snemma keppni í Hálandadeildinni, utandeildarkeppni fyrir knattspyrnufélög frá norðurhéruðum Skotlands. Félagið hlaut meistaratitilinn árin 1967, 1991 og 1993. Jafnframt náði það oft góðum árangri í bikarkeppninni og tókst nokkrum sinnum að slá lið úr deildarkeppninni úr keppni.

Fyrir leiktíðina 1994-95 var skoska deildarkeppnin endurskipulögð. Tveimur nýjum félögum var boðin þátttaka og var Ross County annað þeirra hlutskörpustu í kosningu aðildarfélaganna. Vorið 1999 komst Ross County upp um deild og aftur árið eftir, þökk sé skipulagsbreytingum á deildarkeppninni. Næstu árum varði Ross County í næstefstu og þriðju efstu deild.

Veturinn 2009-10 komst Ross County alla leið í úrslit skosku bikarkeppninnar eftir gríðarlega óvæntan 2:0 sigur á Celtic í undanúrslitum. Dundee United reyndust þó ofjarlar þeirra í úrslitunum, þar sem 17 þúsund stuðningsmenn Ross mættu til að sjá sína menn spila.

Vorið 2012 tryggði Ross County sér í fyrsta sinn úrvalsdeildarsæti eftir að keppinautarnir í Dundee F.C. misstigu sig í lokaumferðinni. Á sínu fyrsta ári í efstu deild hafnaði Ross County í fimmta sæti, sem er enn í dag besti árangur liðsins. Þann 13. mars 2016 hreppti félagið sinn fyrsta og enn sem komið er eina stóra titil þegar það lagði Hibernian F.C. í úrslitum deildarbikarsins.

Frá 2012 hefur Ross County verið í efstu deild ef frá er talið eitt ár, 2018-19. Oftar en ekki hefur liðið þó átt í harðri fallbaráttu enda flestir mótherjarnir stærri og ríkari.

Titlar

  • Skoski deildarbikarinn (1): 2015-16