Reyðarfjörður er djúpur fjörður sem er hluti Austfjarða á Íslandi. Við fjarðarbotninn norðanverðan stendur þorp sem hét upphaflega Búðareyri, en bærinn er nú kallaður Reyðarfjörður. Reyðarfjörður er lengsti fjörður Austfjarða, 30km langur og 7km breiður. Hafnaraðstaða er mjög góð frá náttúrunnar hendi. ÁlverAlcoa-Fjarðaráls er í firðinum.