Red Bull Racing, sem keppir nú sem Oracle Red Bull Racing og er einnig þekkt sem Red Bull eða RBR, er Formúlu 1 kappaksturslið. Liðið keppir undir austurríska fánanum en er með höfuðstöðvar í Bretlandi. Það er annað af tveimur Formúlu 1 liðum í eigu Red Bull GmbH, hitt er RB Formula One Team. Red Bull Racing liðið hefur verið undir stjórn Christian Horner frá stofnun þess árið 2005.[1]
Red Bull var með Cosworth vélar árið 2005 og Ferrari vélar árið 2006. Liðið notaði vélar frá Renault á árunum 2007 til 2018 (frá 2016 til 2018 var Renault vélin endurmerkt TAG Heuer eftir að samband Red Bull og Renault brast árið 2015).[2][3] Liðið byrjaði að nota Honda vélar árið 2019.[4]
Heimsmeistarar liðsins
Eftirfarandi ökumenn unnu Formúlu 1 einstaklingskeppnina fyrir Red Bull:[5]