Rafstöðin við Elliðaár er stöðvarhús við 3 MW virkjun í Elliðaám í Reykjavík. Virkjunin var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. Í rafstöðinni má sjá tækjabúnað sem er sá elsti sinnar tegundar á landinu sem enn er í notkun.
Frímann B. Arngrímsson var fyrstur til að hvetja til að virkjað yrði í Elliðaám. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti byggingu rafstöðvar 26. september 1918 en þá voru verkfræðingarnir Guðmundur Hlíðdal og Jón Þorláksson búnir að leggja fram tillögur um virkjanir þar.[1]
Undirbúningur að virkjunninni hófst árið 1916, framkvæmdir hófust í september sama árs og stöðin var gangsett þann 27. júní 1921. Til undirbúnings virkjuninnar voru fengnir norskir verkfræðingar og arkitekt stöðvarinnar var Aage Broager-Christiansen.[2]
Heimildir