Rafael, Rafa, Benítez er spænskur knattspyrnustjóri. Hann hefur stýrt ýmsum liðum aðallega í ensku úrvalsdeildinni og La Liga. Hann er fyrrum leikmaður.
Benítez varð hluti af þjálfarateymi Real Madrid 26 ára eftir að hafa þurft að binda enda á feril sinn sem knattspyrnumaður vegna meiðsla. Hann þjálfaði ýmis spænsk lið eftir það og vann La Liga með Valencia CF 2001-2002. Eftir það fór hann til Liverpool FC en hann vann Meistaradeild Evrópu árið 2005 og FA-bikarinn 2006 með félaginu. Hann hefur unnið Europa League með Chelsea FC og bikarkeppnir á Ítalíu með Inter Milan.