Róttækni merkir ýmiss konar viðhorf í samfélagsmálum sem miða að því að rífa upp samfélagslegar meinsemdir með rótum. Róttæklingar vilja gagngera breytingu á samfélaginu, gjarnan með byltingu, eiginlegri eða óeiginlegri. Frjálshyggjumenn nota hugtakið yfir hugmyndir frjálshyggjunnar. Talað er um róttæka íslamista og er þá yfirleitt átt við öfgamenn þótt róttækni þurfi ekki að fara saman með pólitískum öfgum. En hugtakið róttækni hefur þó oftast verið notað yfir vinstrimenn.