Páll Sigurðsson

Páll Sigurðsson, prófessor emeritus við Lagadeild Háskóla Íslands
Páll Sigurðsson, prófessor emeritus við Lagadeild Háskóla Íslands

Páll Sigurðsson (f. 16. ágúst 1944) er íslenskur lögfræðingur, fyrrum prófessor og núverandi prófessor emeritus, við Lagadeild Háskóla Íslands.

Menntun og starfsferill

Páll starfaði við Lagadeild Háskóla Íslands samfellt í 41 ár, fyrst sem dósent frá 1. september 1973 og prófessor frá 5. maí 1987 til 31. ágúst 2014. Hann gegndi fjölmörgum opinberum trúnaðarstörfum, m.a. í ýmsum úrskurðarnefndum. Hann er í dag prófessor emeritus við Lagadeildina.

Prófgráður

  • Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1964.
  • Cand. Juris frá Háskóla Íslands í maí 1969.
  • Dr. Juris frá Háskóla Íslands 4. nóvember 1978.

Framhaldsnám og skyldir þættir

  • Námskeið í þjóðarétti við The Hague Academy of International Law í Haag í Hollandi sumarið 1967
  • Framhaldsnám og rannsóknir í sjórétti og skaðabótarétti við Nordisk Institutt for Sjörett við Óslóarháskóla frá 1. október 1969 til febrúarloka 1971, með styrk frá þeirri stofnun.
  • Framhaldsnám og rannsóknir í réttarsögu og réttarfari við Institut für Deutsche und Rheinische Rechtsgeschichte og við Institut für Zivilprozessrecht, Rheinische Friedrich Wilhelms Universität í Bonn frá 1. mars 1971 til júníloka 1973 með styrk frá Alexander von Humboldt-stofnuninni í Þýskalandi og úr Vísindasjóði Íslands.
  • Rannsóknardvöl við Institutt for Privatrett í Ósló sumarið 1975.
  • Rannsóknardvöl við Institut für Internationales Recht und Rechtsvergleichung, Ludwig-Maximilians-Universität í München sumarið 1977, m.a. með styrk úr Deutscher Akademischer Austauschdienst.
  • Rannsóknir í fjármunarétti við Retsvidenskabeligt Institut í Kaupmannahöfn sumarið 1979 og aftur sumarið 1984.
  • Rannsóknir í umhverfisrétti við Max-Planck-Institut für Ausländisches und Internationales Privatrecht í Hamborg sumarið 1980.
  • Rannsóknir í réttarsögu við Institut für Deutsche und Rheinische Rechtsgeschichte í Bonn sumarið 1982, með framhaldsstyrk frá Alexander von Humboldt-stofnuninni.
  • Rannsóknir í fjármunarétti við Institute of Advanced Legal Studies í Lundúnum haustið 1982.
  • Rannsóknir í fjármunarétti um eins árs skeið við Institut für Bürgerliches Recht und Zivilprozessrecht, Ludwig-Maximilians-Universität í Müncen frá 1. ágúst 1990 til 1. ágúst 1991.
  • Um rannsóknardvalir Páls við erlenda háskóla eru upplýsingar í kafla hér neðar sem heitir Heimsóknir til og kynnis- og rannsóknardvalir við erlenda háskóla.

Starfsferill

  • Fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæfellsness og Hnappadalssýslu frá 1. júní til ágústloka 1969.
  • Fulltrúi í dóms-og kirkjumálaráðuneytinu frá 1. júlí 1973 til hausts sama ár.
  • Settur dósent við Lagadeild Háskóla Íslands frá 1. september 1973; skipaður dósent  þar 12. desember 1977 frá 1. janúar 1978.
  • Skipaður prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands 5. maí 1987 frá 1. sama mánaðar til 31. ágúst 2014. Starfaði því samfellt í fullu starfi við Lagadeild í 41 ár.

Rannsóknarsvið og kennslugreinar

Rannsóknarsvið án kennslu

  • Páll hefur allt frá námsárum ritað mikið um réttarsögu (íslenska réttarsögu og samanburðarréttarsögu) og stundaði framhaldsnám í réttarsögu erlendis.
  • Í tengslum við framhaldsnámið og rannsóknirnar í réttarsögu stundaði hann einnig um skeið rannsóknir í réttarfari erlendis.
  • Hann stundaði framan af starfsferlinum, rannsóknir í sjórétti. Hann tók framhaldsnám í þeirri grein erlendis.
  • Í tengslum við nám og rannsóknir í sjórétti stundaði hann um skeið rannsóknir í skaðabótarétti (einkum í tengslum við sjórétt). Hann var í framhaldsnámi í þeim greinum erlendis.
  • Stundaði, framan af starfsferlinum, rannsóknir í umhverfisrétti, einkum á sviði mengunartjóns og náttúruverndar. Hann stundaði framhaldsnám á því sviði erlendis (sjá ritaskrá).

Kennslugreinar og kennsluumsjón fyrr á árum

Frá hausti 1973 og síðan um nálega tuttugu ára skeið:

  • Samningaréttur
  • Kauparéttur

Báðar voru greinarnar þá skyldugreinar í Lagadeild og kenndi hann þær einn auk umsjónar með þeim.

Á síðari hluta starfsferilsins umsjónarkennari í skyldugreininni

  • sifjarétti

í allmörg ár og jafnframt skyldugreininni

  • erfðarétti,

sem hann kenndi einnig sjálfur auk umsjónarinnar, í fjölda ára.


Hann kenndi jafnframt, í forföllum kennara, í eitt misseri hvora grein, á fyrri hluta starfsferilsins:

  • Sjórétt
  • Persónurétt (í eldri mynd)

Kennslugreinar (umsjón og kennsla) á síðari árum

Á seinni hluta kennsluferils Páls hafði hann umsjón með og kenndi kjörgreinar á síðari hluta laganáms (sem er meistaranám í dag). Hann innleiddi þessar kjörgreinar í deildina, byggði þær greinar upp frá grunni og mótaði þær, sökum þess að þær höfðu ekki verið kenndar áður hér á landi. Páll skrifaði einnig talsvert mikið um þessar greinar.

  • Persónuréttur I – Almenn persónuvernd (greinin í nýrri mynd), umsjón og kennsla til 2014
  • Fjölmiðlaréttur, umsjón og kennsla til 2014
  • Samanburðarlögfræði, umsjón og kennsla til 2014
  • Almennur viðskipta- og neytendaréttur, umsjón árum saman til 2009 en áður einnig kennsla
  • Leiguréttur, umsjón til 2014 en áður einnig kennsla
  • Verktaka- og útboðsréttur, umsjón  til 2014 en áður einnig kennsla
  • Höfundaréttur, umsjón til 2014 en áður einnig kennsla

Auk þess kennsla um skeið (ásamt öðrum) fyrir nemendur á 1. ári í Lagadeild (skyldugrein).

  • Inngangur að lögfræði

Umsjón með lokaritgerðum laganema

Páll hafði umsjón með hátt í tvö hundruð kandidatsritgerðum (síðar meistararitgerðum) laganema og var leiðbeindandi nemendanna við gerð þeirra. Ritgerðir þessar voru á nærfellt öllum sviðum lögfræðinnar en ekki bundnar við kennslugreinar hans. Eitthvað af þessum ritgerðum er hægt að nálgast í gegnum Skemmuna.

Faglegur ferill utan fastra starfa

Nefnda- og trúnaðarstörf

Páll sat í fjölda nefnda og stjórna eða gegndi öðrum sambærilegum trúnaðarstörfum, svo sem:

  1. Í stjórn Orators, félags laganema (varaformaður og ritstjóri Úlfljóts) 1967-1968
  2. Fulltrúi laganema á fundum Lagadeildar Háskóla Íslands 1967-1968
  3. Í nefnd til að undirbúa nám í fjölmiðlun við Háskóla Íslands 1974-1975
  4. Í nefnd til að skipuleggja framgangskerfi meðal háskólakennara 1974
  5. Formaður áfrýjunarnefndar og gerðardóms Bílgreinasambandsins og F.Í.B. 1975-1976
  6. Starfaði árið 1978, ásamt öðrum, á vegum viðskiptaráðuneytisins, að undirbúningi frumvarps til laga um afborgunarkaup
  7. Formaður Herdísarvíkurnefndar Háskóla Íslands 1978-1983
  8. Í stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur 1978-83
  9. Formaður nefndar, á vegum samgönguráðuneytis, til endurskoðunar siglingalaga og sjómannalaga 1981-1983
  10. Ráðgjafi samgöngunefnda beggja deilda Alþingis við lokavinnslu frumvarpa til siglingalaga og sjómannalaga 1984
  11. Í Alþjóðanefnd Rauða kross Íslands 1981-1984
  12. Formaður Kirkjueignanefndar á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis 1982-1993
  13. Formaður Hins íslenska sjóréttarfélags 1982-1990
  14. Formaður Félags áhugamanna um réttarsögu 1982-1988
  15. Í bráðabirgðastjórn Norræna réttarsögufélagsins 1983 og í fyrstu stjórn þess 1983.
  16. Í endurmenntunarráði Bandalags háskólamanna, BHM, í nokkur ár.
  17. Í Strandarkirkjunefnd á vegum biskupsembættisins 1983-1987
  18. Formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa, á vegum samgönguráðurneytis, 1983-1986
  19. Í stjórn Landverndar 1983-1986 og sat í ýmsum nefndum þar, m.a. við undirbúning ráðstefna
  20. Í byggingarnefnd Alviðru á vegum Landverndar 1983-85
  21. Í Náttúruverndarráði 1986-1992; sat í ýmsum nefndum á vegum þess, m.a. í friðlýsingarnefnd og stjórn friðlandsins í Lónsöræfum
  22. Fulltrúi Íslands á minningarhátíð Kaupmannahafnarháskóla vegna þriggja alda afmælis hinnar dönsku lögbókar Kristjáns konungs V., vorið 1983.
  23. Í nefnd til ráðgjafar um endurskoðun náttúruverndarlaga 1984 og til að endurskoða frumvarp til náttúruverndarlaga, á vegum menntamálaráðuneytisins, 1985-1986.
  24. Í stjórn Lögfræðiþjónustunnar hf. 1987 til 1992.
  25. Í nefnd til að endurskoða starfshætti og reglur fyrir sjálfseignarstofnanir Þjóðkirkjunnar 1987
  26. Í 75 ára afmælisnefnd Háskóla Íslands 1986
  27. Í nefnd til undirbúnings fjarkennslu við Háskóla Íslands, um nokkurt skeið
  28. Í Ferðamálaráði Íslands 1989-1990
  29. Forseti Ferðafélags Íslands 1994-1997; áður í stjórn þess 1987-1990
  30. Skipaður af Staðlaráði Íslands í nefnd til að endurskoða staðal um almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir, ÍST 30
  31. Formaður Kynningaranefndar Háskóla Íslands 1987-1991
  32. Í Mannanafnanefnd, á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneyts, 1993-1996
  33. Varaformaður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála, á vegum viðskiptaráðuneytis, frá 1993 til 2009.
  34. Í nefnd á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis til endurskoðunar á stjórnskipulagi og stöðu íslensku þjóðkirkjunnar 1993-1996
  35. Formaður Fornleifanefndar, á vegum menntamálaráðuneytis, 1995-1999
  36. Formaður Kærunefndar útboðsmála, á vegum fjármálaráðuneytis frá 1996 til 2013.
  37. Varaformaður stjórnar Örnefnastofnunar Ísland, á vegum menntamálaráðuneytis, frá 1998 til 2001 (starfandi formaður 2000-2001)
  38. Varaformaður gerðardóms Verkfræðingafélags Íslands til margra ára
  39. Varaformaður Áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar, á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis, frá 1999 til 2008
  40. Í viðræðunefnd þjóðkirkjunnar um prestssetur frá 2000 til 2003
  41. Í Prófnefnd verðbréfaviðskipta, á vegum viðskiptaráðuneytis, frá 2000 til 2004
  42. Formaður nefndar um endurskoðun kirkjustjórnar í héraði, á vegum Þjóðkirkjunnar, 2005 til 2006.
  43. Framkvæmdastjóri 75 ára afmælishátíðar Háskóla Íslands 1986
  44. Í bókasafnsnefnd Lagadeildar til fjölmargra ára
  45. Í stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 2001 til 2014.
  46. Deildarforseti Lagadeildar Hásk. Ísl. 2000 til 2002; varadeildarforseti 1998-2000.
  47. Í allmörgum dómnefndum um stöðuveitingar innan Háskóla Íslands, einkum í Lagadeild, en jafnframt í Guðfræðideild og Viðskiptadeild.
  48. Ritstjóri íslenskrar lögfræðiorðabókar, á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands, frá 2006 til 2008, er ritið kom út.
  49. Andmælandi við doktorsvörn við Evrópuháskólann í Flórens 2001.
  50. Í nefnd á vegum norskra stjórnvalda (“Nasjonalt organ for kvalitet i utdanningen”, skst. NOKUT) við mat á gæðum kennslu, rannsókna og stjórnunar í þremur norskum lagadeildum, þ.e. í Tromsö, Bergen og Ósló, á árinu 2007.
  51. Formaður nefndar um skráningu trúfélaga á vegum Dómsmála- og mannréttindaráðuneytis frá 2009 til. 2013.
  52. Hef kennt valda þætti lögfræðinnar á ýmsum námskeiðum (m.a. endurmenntunarnámskeiðum), á vegum stofnana og félagasamtaka, m.a. varðandi fjölmiðlarétt og umhverfisrétt en einnig kirkjurétt í Guðfræðideild í nokkur ár og yfirlit um höfundarétt í félagsvísindadeild í tvö ár.
  53. Flutt fyrirlestra allvíða, á vegum stofnana og félagasamtaka, bæði um starfstengd efni og önnur áhugasvið.
  54. Meðdómari í héraði í ýmsum málum; í mörgum málum í Sjó- og verslunardómi meðan hann starfaði, og nokkrum í Hæstarétti.
  55. Samið ýmis lagafrumvörp, einn eða ásamt öðrum (sjá skrá um ritstörf og skyld störf).
  56. Dómkvaddur matsmaður í fjölda skaðabótamála vegna líkamstjóns, einkum í umferðarslysum, og þá jafnframt oftast starfað með dómkvöddum læknum.
  57. Kennsluverðlaun Orators, félags laganema, 2013.
  58. Heiðursfélagið í Ferðafélagi Íslands.
  59. Gullmerkishafi í Ferðafélagi Íslands.

Annað

  1. Hefur haldið málverkasýningar.

Heimsóknir til og kynnis- og rannsóknardvala við erlenda háskóla

Páll ástundaði skipulegar heimsóknir til fjölda háskóla víða um heim (auk þess sem fyrr hefur verið sagt um framhaldsnám við erlenda háskóla) einkum lagadeilda þeirra, og dvaldi þar misjafnlega lengi við að kynna sér lög og menningu hlutaðeigandi þjóða, sem og að kynnast lagakennurum, lagakennslu og lögfræðirannsóknum. Jafnframt var hann þar við rannsóknir (einkum heimildasöfnun) eftir aðstæðum. Hann nýtti þetta, eftir föngum, við rannsóknir og kennslu einkum i samanburðarlögfræði, samanburðarréttarsögu o.fl. Þetta útheimti samstarf við fjölmarga lagakennara í mörgum löndum og krafðist iðulega mikils undirbúnings og samstarfs við erlenda fagmenn.

Af löndum, þar sem háskólar voru heimsóttir með þessum hætti, má nefna (í sumum löndum hafa allmargir háskólar verið heimsóttir): Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar, Bandaríkin (m.a. Columbia NY, Harvard, Stanford, Berkeley), Kanada (Winnipeg, Vancouver, Halifax), England (London, Cambridge, Oxford), Skotland (Glasgow, Edinborg), Þýskaland (mjög margir háskólar og háskólastofnanir), Holland (Amsterdam, Leiden), Austurríki (Vínarborg), Frakkland (París, Canne og víðar), Spán (Madrid, Granada), Ítalíu (Róm, Flórens), Grikkland (Aþena), Rússland (Moskva og St. Pétursborg), Kína (Beijing), Japan (Mishima, Tokyo), Indland (Delhi), Ástralíu (Sydney), Nýja-Sjáland (Auckland), Argentínu (Buenos Aires), Chile (Santiago), Perú (Lima), Brasilíu (Rio de Janeiro) og Suður-Afríku (Höfðaborg), Ísrael (Jerúsalem og Tel Aviv) og Egyptaland (Cairo).

Páll dvaldist lengst við háskóla í Noregi og þó einkum Þýskalandi, fyrst við framhaldsnám, sjá þar, og síðar við ýmsar rannsóknir. Hann hélt fyrirlestra við marga þessara háskóla og sums staðar tók hann þátt í kennslu með einum eða öðrum hætti. Vorið 1985 fór Páll í kynnisferð til Umhverfismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Nairobi í Kenía og var þar meðal annars við rannsóknir í alþjóðlegum umhverfisrétti.

Ritstörf og skyld störf

Bækur (með efnisþáttum)

1. Brot úr réttarsögu  (Reykjavík 1971, útg. bókaforl. Iðunn), 333 s.

Efni:

  • Líkamlegar hegningar á Alþingi
  • Gapastokkar
  • Um fyrsta milliríkjasamning Íslendinga og tildrög hans
  • Nokkur orð um Norsku og Dönsku lög Kristjáns V. og innleiðingu þeirra á Íslandi.
  • Íslensk lögfræðiritgerð frá miðri 16. öld.
  • Skírslur eða guðsdómar
  • Lögbók Hammurabis

2. Um tjón af völdum skipa – Lagasjónarmið um sjóréttarlega bótaábyrgð, einkum utan samninga, og skyld efni (Reykjavík 1973, útg. Orator, félag laganema, fylgirit með Úlfljóti, XXVI. árg. 4. tbl. 1973), 243 s.

3. Þróun og þýðing eiðs og heitvinningar í réttarfari (Reykjavík 1978, doktorsritgerð), 340 s.

4. Fyrirlestrar um samningarétt, almenna hlutann (Reykjavík 1978, útg. Bóksala stúdenta), 250 s.

5. Fyrirlestrar um kauparétt, lausafjárkaup (Reykjavík 1978, útg. Bóksala stúdenta), 162 s.

6. Þættir úr fjármunarétti I (Reykjavík 1978, útg. Bóksala stúdenta), 243 s.7.  Þættir úr fjármunarétti II  (Reykjavík 1978, útg. Bóksala stúdenta), 248 s.

8. Verkefni úr samninga- og kauparétti (Reykjavík 1982, útg. Bóksala stúdenta), 113 s.

9. Álitsgerð Kirkjueignanefndar, aðalhöfundur (Reykjavík 1984, útg. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið), 328 s.

10. Hliðsjónarrit í samninga- og kauparétti I-XX (Reykjavík 1982-1986, útg. Bóksala stúdenta), alls 934 s.

Allt sjálfstæð, fjölrituð hefti,. Heiti heftanna:

  • Fjárhættuspil og veðmál. Gildi gerninga á þessu sviði að samningarétti, Hliðsj. I. 1982
  • Um enskan samningarétt með samanburði við norrænan, sst. II, 1982
  • Um Code Civil og franskan samningarétt, sst. III, 1983
  • Um þýsku borgaralögbókina (BGB) og um þýskan samningarétt, sst. IV, 1983
  • Um enskan og þýskan kauparétt með samanburði við norrænan, sst. V, 1983
  • Um bandarískan rétt, einkum samninga- og kauparétt, sst. VI, 1984
  •  Milliríkjakaup.  Alþjóðasáttmálar varðandi samræmda löggjf um kaupsamninga milli aðilja, sem ekki eru í sama ríki, sst. VII, 1984.
  • Um fyrningu bótaréttar vegna galla í seldum húsum og í byggingarefni og um skyld atriði, sst. VIII, 1984 (einnig í Nirði 2. tbl. 1987)
  • Gallar í skipakaupum og réttaráhrfi þeirra, sst. IX, 1985
  • Um svissnesku einkaréttarlgbækurnar (ZGB og OR) og um svissneskan samninga- og kauparétt, sst. X, 1985
  • Um sönnun og sönnunarbyrði.  Þróun og þýðing réttarreglna á þessu sviði, m.a. með hliðsjón af samninga- og kauparétti, sst. XI, 1985
  • Kauparéttur í endurmótun.  Nýmæli í norrænum kauparétti og fyrirhugaðar breytingar á nmorrænu kaupalögunum,, sst. XII, 1985
  • Misneyting sem ógildingarástæða í samningarétti, sst. XIII, 1986
  • Caveat emptor.  Um varúðarskyldu kaupanda í lausafjár- og fasteignakaupum, sst. XIV, 1986
  • Samningar um nýsmíði og viðgerðir á skipum og um ábyrgð og úrræði vegna galla á því sviði, sst. XV, 1986 (einnig í Nirði, 3. tbl. 1987)
  • Verslunarkaup.  Athugasemdir og meginhugtök, þróun og stefnumið, sst. XVI, 1986
  • Orð skulu standa.  Ábending í tilefni frumvarps um lögtöku nýs og víðtæks ógildingarákvæðis í samningarétti,  sst. XVII, 1986.
  • Orð í eyra.  Boðskapurinn í dómi Hæstaréttar í máli um fasteignakaup frá 31. maí 1985, sst. XVIII, 1986
  • Orð í belg.  Athugasemdir um Hrd. 1984, 110, sst. XIX, 1986
  • Ólög eða neytendavernd.  Um ákvæði 29. gr. l. nr. 56/1978, sst. XX, 1986.

11. Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands - Heimildir um hugmyndir, aðdraganda og framkvæmdir fram yfir 1940 (Reykjavík 1986, útg. Háskóli Íslands,  fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1985-1986), 339 s.

12. Samningaréttur – Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar (Reykjavík 1987, útg. Bókaútgáfa Orators), 381.

13. Kauparéttur – Meginreglur íslensks réttar um lausafjárkaup (Reykjavík 1988, útg. Bókaútgáfa Orators), 412 s.

14. Háskólamálið og lagaskólamálið – Úrval heimilda um aðdraganda að stofnun háskóla á Íslandi (Reykjavík 1989, útg. Háskóli Íslands),198 s.

15. Kringsjá – Þættir um erlendan rétt og samanburðarlögfræði (Reykjavík 1989, útg. Bóksala stúdenta), 138 s.

16. Verksamningar – Meginreglur íslensks verktakaréttar (Reykjavík 1991, útg. Bókaútgáfa Orators), 381 s.

17. Raunsjá – Raunhæf verkefni úr samninga- og kauparétti (Reykjavík 1991, útg. Bóksala stúdenta), 109 s.

18. Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands II – Draumsýnir, framkvæmdir og svipmyndir af háskólasamfélagi 1940-1990 (Reykjavík 1991, útg. Háskóli Íslands, fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1989-1991), 613 s.

19. Kröfuréttur – Almennur hluti (Reykjavík 1992, útg. Háskólaútgáfan), 428 s.

20. Svipmyndir úr réttarsögu – Þættir um land og sögu í ljósi laga og réttarframkvæmdar (Reykjavík 1992, útg. Bókaútgáfan Skjaldborg), 399 s.

Efni:

  • Jónsbók – Hin forna lögbók Íslendinga
  • Lagastefnur gegn látnum mönnum – Þegar Bjarni sýslumaður Halldórsson stefndi Lafrentz amtmanni dauðum
  • Brúðarrán og brúðarkaup – Þegar Oddur V. Gíslason “randi” brúði sinni
  • Fyrsta borgaralega hjónavígsla á Íslandi – Þáttur í þróun trúfrelsis og almennra mennréttinda
  • Meinsæri – Söguleg þróun viðurlaga, réttarheimildir og þjóðtrú
  • Forn réttur um manntjón af völdum dýra
  • Aftökur og örnefni – Um framkvæmd líflátshegninga og um aftökustaði og “aftökuörnefni” á Íslandi, utan alþingisstaðarins við Öxará
  • Kirknaítök – Saga þeirra og réttarþróun
  • Stjórnarlög og stjórnskipun Nýja-Íslands – nýlendu íslenskra landnema í Kanada

21. Lagaþættir – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1993, útg. Háskólaútgáfan), 381 s.

 Efni:

  • Ítök og ítaksréttur – Megindrættir ítaksréttinda
  • Eignar- og afnotaréttur yfir hálendi Íslands
  • Orð skulu standa – Um 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. lög nr. 11/1986
  • Eftirþankar um ógildingarákvæðið nýja
  • Dómur Hæstaréttar í “Sæbólsmáli” – Um gerhæfisskort andlega vanheilla manna sem ógildingarástæðu og afturvirkni ógildingar- og hliðrunarheimildar á samningasviði
  • Samningsbundin takmörkun á ábyrgð seljenda – Dómur Hæstaréttar frá 7. mars 1989 í máli nr. 39/1988
  • Fjárhættuspil og veðmál – Gildi gerninga á þessu sviði að samningarétti.
  • Fyrning bótaréttar vegna galla í seldum húsum og í byggingarefni – og skyld atriði
  • Fjármögnunarleiga (Financial Leasing)
  • Samningar um lán til afnota
  • Geymslusamninga
  • Gjafagerningar “inter vivos”
  • Nokkrir þættir íslenskrar umhverfislöggjafar
  • Réttarreglur um mengunarvarnir og um tjón af völdum mengunar
  • Lögbók og lagahreinsun
  • Réttarreglur um hópgöngur og útifundi
  • Alþjóðlegur mannúðarréttur – Mannúðarákvæði í þjóðréttarlegum sáttmálum

22. Lagaþættir II – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1993, útg. Háskólaútgáfan), 468 s.

Efni:

  • Um enskan samningarétt
  • Um Code civil og franskan samningarétt
  • Um þýsku borgaralögbókina (BGB) og um þýskan samningarétt
  • Um enskan og þýskan kauparétt
  • Svissnesku einkaréttarlögbækurnar  (ZGB og OR)
  • Um bandarískan rétt – þ. á m. samninga- og kauparétt
  • “Granninn í vestri” – Um grænlenskan rétt og réttarframkvæmd
  • “Það kvað vera fallegt í Kína” – Fáein orð um kínverskan rétt
  • Efling réttarsögunnar – Ávarp flutt á stofnfundi Félags áhugamanna um réttarsögu
  • Dönsku og Norsku lög í 300 ár – Þriggja alda afmæli hinna dönsku og norsku lögbóka Kristjáns konungs V.
  • Misneyting sem ógildingarástæða í samningarétti
  • Tjón og saga – Söguleg þróun réttarreglna um tjón af völdum skipa og um bótaábyrgð af þeim sökum
  • Drættir úr frumsögu eiðsæra og sönnunarréttar
  • Um sönnun og sönnunarbyrði – Þróun réttarreglna á þessu sviði, m.a. með hliðsjón af samninga- og kauparétti
  • Laganám í Bologna á miðöldum og áhrif fræðastarfsins þar.
  • Die Entwickung des isländischen Strafrechts und Strafprozessrechts im späten Mittelalter und bis 1800
  • Sögustefnan í Þýskalandi og Konrad Maurer
  • Jón sýslumaður Espólín – Embættismaður, fræðimaður og aldarfar
  • Kennarinn Ólafur Jóhannesson – Afmæliskveðja frá gömlum nemanda

23.  Lagaþættir III – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1994, útg. Háskólaútgáfan), 430 s.

Efni:

  • Gallar í skipakaupum og réttaráhrif þeirra
  • Samningar um nýsmíði og viðgerðir á skipum og um ábyrgð og úrræði vegna galla á því sviði
  • Hugleiðingar um endurskoðun siglingalaga
  • Hvenær koma ný sjómannalög? – Frumvarp til nýrra sjómannalaga í undirbúningi
  • Nýmæli í björgunarrétti? – Tillögur stjórnskipaðrar nefndar um breytingar á VIII. kafla laga nr. 66/1963 o.fl.
  • Nýskipan lagareglna um ábyrgð útgerðarmanns og um takmörkun hennar
  • Hugvekja um gerðardóma í sjóréttarmálum
  • Hugmynd um upplýsinga- og fræðastofnun í flutningarétti
  • Siglingalögin nýju – Lög nr. 34/1985
  • Lögreglurannsóknir sjóslysa – Fáein orð um 2.-4. mgr. 221. gr. l. 34/1985
  • Eftirlit með frumrannsókn sjóslysa og afbrigðileg rannsókn slysa – Hugleiðingar um starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa, sbr. 45. gr. l. 52/1970, og sérstaka rannsóknarnefnd, sbr. 230. gr. l. 34/1985
  • Rekstrarábyrgð útgerðarmanns án sakargrundvallar
  • Skipsleigusamningar – Fáein orð um þurrleigusamninga og um leigu á fiskiskipum með áhöfn
  • Reglur lagaskilaréttar um sjóréttarlega bótaábyrgð utan samninga
  • Nýr alþjóðasáttmáli um björgun skipa og verðmæta, sem skipum tengjast
  • Hlutur áhafnar í björgunarlaunum – Verður áhöfn að sætta sig við umsamda heildarupphæð björgunarlauna?
  • Er þörf á nýjum lagaákvæðum um aukna vernd einkalífs og um starfsemi fjölmiðla?
  • Áminning um skuldbindingargildi samninga – Dómur Hæstaréttar frá 31. maí 1985 í máli nr. 187/1983
  • Athyglisverður dómur um beitingu 36. gr. samningalaga – Dómur Hæstaréttar frá 16. desember 1993 í máli nr. 255/1992
  • Nýmæli í kauparétti? – Er þörf á íslenskri löggjöf um fasteignakaup?
  • Gildissvið laga nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð – Hugleiðingar um tilbúna steinsteypu, sem keypt er gölluð
  • Umboðs- og umsýsluviðskipti – Hugleiðingar í tilefni af nýjum lögum um umboðssöluviðskipti
  • Neytendalán og lánsviðskipti
  • Ný lög um framkvæmd útboða – Réttarbætur fyrir verktaka og seljendur vöru og þjónustu
  • Aukaverk og breytingar á verki – Athugasemdir og áminning um frágang verksamninga og um eftirlit með verki
  • Réttarstaða íslensku þjóðkirkjunnar og kirkjueignir
  • Nöfn og nafnaréttur – Hugleiðingar um nafngiftir fyrr og nú í tilefni af mannanafnalögunum nýju

24.  Höfundaréttur – Meginreglur íslensks réttar um höfundarvernd (Reykjavík 1994, útg. Háskólaútgáfan), 336 s.

25. Fjallvegafélagið – Ágrip af sögu þess (Reykjavík 1994, útg. Ferðafélag Íslands), 64 s.

26. Leiguréttur I – Meginreglur íslensks réttar um leigusamninga auk nokkurra sérsviða (Reykjavík 1995, útg. Háskólaútgáfan), 228 s.

27.  Ferð á frændaslóðir – Hjaltland og Orkneyjar frá sjónarhóli Íslendings (Reykjavík 1996, útg. Ferðafélag Íslands), 44 s.

28. Hveravallamálið og önnur málefni hálendisins (Reykjavík 1996, útg. Ferðafélag Íslands), 73 s.

29. Ávörp og greinar af vettvangi Ferðafélagsins (Reykjavík 1996, útg. Ferðafélag Íslands), 83 s.

30. Fjölmiðlaréttur – Meginþættir réttarumhverfis fjölmiðlanna (Reykjavík 1997, útg. Háskólaútgáfan), 476 s.

31. Erfðaréttur – Yfirlit um meginefni erfðaréttar (Reykjavík 1998, útg. Háskólaútgáfan), 424 s.

32. Aftökustaðir í landnámi Ingólfs – og aftökur dæmdra manna (Reykjavík 2000, útg. Ferðafélag Íslands), 48 s.

33. Skæðadrífa – Safn stuttra greina um lög og samfélag (Reykjavík 2003, útg. Háskólaútgáfan), 334 s.

Hefur að geyma safn sjötíu stuttra greina eftir P.S. Höfðu flestar þeirra birst áður í dagblöðum og fjalla m.a. um laganám og lögvísi, almenn háskólamálefni og um lög og samfélag. Fjórtán greinar eru þó frumbirtar í bókinni.

34. Lagaskuggsjá – Greinar um lög og sögu (Reykjavík 2004, útg. Háskólaútgáfan), 356 s.

Efni:

  • Þróunardrættir í samninga- og kröfurétti, einkum frá fjölþjóðlegu sjónarhorni
  • Réttur til eigin myndar – Vegferð um afmarkað svið einkalífsverndar
  • Hljóðritanir símtala og annars talaðs máls – Nokkur lögfræðileg álitaefni
  • Refsileysi meiðandi gildisdóma – Meiðyrðamál Kristmanns Guðmundssonar  gegn Thor Vilhjálmssyni í ljósi nýrri þróunar í dómsmálum, er varða æruvernd
  • Trúarbrögð og mannréttindi – Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Íslandi
  • Aflvaki Jónsbókar – Fáein orð um lögbækur og konungsvald í ríkjum Vestur-Evrópu á miðöldum
  • Rétturinn sem þáttur þjóðmenningar – Réttarsaga, réttarþjóðfræði, réttarminjafræði og aðrar skyldar greinar á meiði þjóðmenningarfræða
  • Óvenjulegt sönnunarúrræði – Heimildir um beitingu líkraunar á Íslandi
  • Síðustu hengingardómar á Íslandi – Hugleiðingar um lagavald, réttdæmi og embættismennsku
  • The Icelandic Law of Contracts – an Overview
  • The Law of the Nordic Community in Medieval Greenland and its Jurisdictional Status

35. Lagaheimur – Greinar um samanburðarlögfræði (Reykjavík 2004, útg. Háskólaútgáfan), 352 s.

Efni:

  • Samanburðarlögfræði – hugleiðingar um efnissvið greinarinnar, gagnsemi hennar, markmið, réttarkerfi og réttarfjölskyldur heims
  • Túlkun enskra lagaákvæða og skyld efni
  • Um refsibætur – samanburður á rétti nokkurra ríkja
  • Borgaralögbækurnar í Quebec
  • Lögbók Louisiana og grundvöllur hennar
  • Um borgaralögbækur Hollendinga og bakgrunn þeirra
  • Um austurrísku borgaralögbókina (ABGB)
  • Prússneski landrétturinn frá 1794, aðdragandi hans, efni, “lífdagar” og áhrif
  • Borgaralögbókin nýja í Rússlandi – bakland hennar og efnissvið
  • Lög og lögvísi í Suður-Ameríku – nokkrir megindrættir á grunni almennra hugleiðinga
  • Réttarfjölskylda íslams – lagaheimur múslíma

36. Lagaslóðir – Greinar um lög og rétt (Reykjavík 2005, útg. Háskólaútgáfan), 433 s.

Efni:

  • Kviðdómar – Yfirlit um hlutverk, þróun og notkun kviðdóma víða um heim einkum í Bandaríkjunum
  • Fáein orð um japanskan rétt – Svipmyndir af þróunardráttum og einkennum
  • Viðtaka og lögleiðing erlendra réttarreglna í Tyrklandi
  • Borgaralögbækur Ítala og Spánverja – Forsaga, fyrirmyndir, einkenni og síðari þróun
  • Megindrættir í réttarþróun Suður-Afríku
  • Straumhvörf í kirkjurétti
  • Kirkjueignir og prestatekjur – Breytingar á réttarreglum um vörslu kirkjueign og um fjárhagsleg kjör presta í upphafi 20. aldar
  • Um Pál lögmann Vídalín og fornyrðaskýringar hans
  • “Lögbókar greinar, er leiðréttingar þurfa” – Um hugmyndir og tillögur
  • Þorsteins sýslumanns Magnússonar varðandi endurskoðun Jónsbókar
  • Aðgengi almennings að dómsskjölum
  • Jónsbók – The Icelandic Law Code of 1282
  • The Constitution of New Iceland – The Local Self-Governing Unit of Icelandic Settlers in Canada
  • Danske og Norske Lov i Island og de islandske kodificationsplaner

37. Lagaþræðir – Greinar um lög og menn (Reykjavík 2006, útg. Háskólaútgáfan), 499 s.

Efni:

  • Um sænskan og finnskan rétt – Landshlutalögin og Landslögin fornu, allsherjarlögbók og síðari þróun
  • Skoskur réttur og sérkenni hans
  • Réttur Ísraelsmanna og hið forna lögmál – “Blanda” ólíkra réttarkerfa
  • Réttur Egypta – Mót vestrænna og austrænna lagakerfa
  • Indverskur réttur – Þytur sögu og samtíðar
  • Lögvísi við aldaskil – Lagaleg fræði- og útgáfustörf Magnúsar Stephensens dómstjóra
  • Samninga- og kröfuréttur – Yfirlit um mikið réttarsvið

38. Um lög og rétt – Helstu greinar íslenskrar lögfræði [meðhöfundur] Reykjavík 2006, útg. Bókaútgáfan Codex.

39. Lögfræðiorðabók með skýringum (Reykjavík 2008, útg. Bókaútgáfan Codex og   Lagastofnun Háskóla Íslands), 525 s. Ritstjóri alls verksins.

40. Lagasýn – Greinasveigur um lög, lönd og sögu (Reykjavík 2009, útg. Tröllabotnar), 477 s.

Efni:

  • Nærgöngul myndbirting af almannapersónum – Er einkalífsverndin að styrkjast á kostnað tjáningarfrelsisins?
  • Ábyrgð á meiðandi ummælum í prentfjölmiðli, sem höfð eru eftir nafngreindum viðmælanda – Umdeildur dómur Hæstaréttar
  • Meiðandi ummæli á vefsíðum – Kemur lögjöfnun frá prentlögum til greina?
  • Réttarfjölskylda vesturevrópskra meginlandsþjóða og um stöðu réttarkerfa norrænu þjóðanna
  • ‘Friður sé með yður’ – Um friðarskyldu og lausn ágreinings á vettvangi Þjóðkirkjunnar
  • Forn – en sígild – varnaðarorð til dómenda – Hugleiðingar um dómakapítula Jónsbókar
  • Jón sýslumaður Árnason á Ingjaldshóli og lögfræðirit hans
  • Sauðaþjófasinfónía – Þjóðin og þjófarnir, frómir menn og ófrómir
  • Mannhelgi – Hugvekja um persónuréttindi
  • Lagakennsla í eina öld
  • Landkönnuðir
  • Ónothæf aðferð og niðurstaða við röðun Hæstaréttar á umsækjendum um embætti hæstaréttardómara
  • Hegranesþingstaður í Skagafirði – Þörf er á umfangsmiklum fornleifarannsóknum og öðrum aðgerðum, er tengist þessum gagnmerka stað.
  • Lögfræðiorðabók og íslenskt lagamál – Úr formálsorðum ritstjóra
  • Frændaslóðir – Hjaltland og Orkneyjar frá sjónarhóli Íslendings

41. Um lög og rétt – Helstu greinar íslenskrar lögfræði [meðhöfundur], 2. útg.

     Reykjavík 2009, útg. Bókaútgáfan Codex.

42. Mannhelgi – Höfuðþættir almennrar persónuverndar. (Reykjavík 2010, útg.

          Bókaútgáfan Codex).

43. Skagafjörður vestan Vatna – Frá Skagatá að Jökli. Árbók Ferðafélags Íslands 2012 (Reykjavík 2012)44. Skagafjörður austan Vatna I – Frá Jökli að Furðuströndum. Árbók Ferðafélags Íslands 2014 (Reykjavík 2014)

45. Skagafjörður austan Vatna II – Frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Árbók Ferðafélags Íslands 2016 (Reykjavík 2016)

46. Minningaleiftur – Vörður á vegferð (Reykjavík 2015).

Efni:

Menn og minningar

  • Ármann Snævarr prófessor
  • Bergsteinn Jónsson prófessor
  • Dr. Jón Dúason
  • Lúðvík Ingvarsson prófessor
  • Ólafur Jóhannesson prófessor
  • Páll S. Pálsson hrl.
  • Valdimar Örnólfsson íþróttakennari
  • Þórir Kr. Þórðarson prófessor

Stiklað á stöðum

  • Amazonsvæðið – Frumskógur og fljót
  • Austur-Berlín
  • Ástralía og Nýja-Sjáland
  • Beijing
  • Beirút
  • Bluenos Aires
  • Delí, Agra og Varanasí
  • Ekvador og Galapagos
  • Höfðaborg
  • Ísrael
  • Kairó
  • Kenýa
  • Kuala Lumpur
  • Líma
  • Moskva
  • Páskaeyjan
  • Salt Lake City
  • Sankti Pétursborg
  • Sikiley – og handan Sunds
  • Tasmanía – Á hinstu slóðum byltingarmanns
  • Tíbet
  • Tokyo og Mishima                                 

47. Lagaþankar – Safn greina um réttarframkvæmd og lögfræði frá ýmsum tímum (Reykjavík 2016, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Lagastofnun Háskóla Íslands).

Efni:

  • Dómhúsið sem gufaði upp
  • Höfuðbúnaður kvenna, sem mótast af trúarlegum ástæðum
  • Jarðakaup að fornum rétti
  • Lögfræði og kvenleg fegurð
  • Löggjöfin, siðgæðið og þjóðarsálin
  • Satt eða logið
  • Sáttanefndir
  • Sjálfstæði háskóla og réttarstaða háskólaborgara fyrr á tíð
  • „Stóri bróðir“ og listin
  • Tveir norðlenskir lögskýrendur

48. Úr hugarranni – Minningabrot og þættir (Reykjavík 2016, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Rafhlöðunni, Landsbókasafni-Háskólabókasafni)

Efni:

Á víð og dreif:

  • Afreksmenn og furðufuglar
  • Brugg og beituskúrar
  • Dulið safn
  • Eilífðarvél
  • „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“
  • Frá Vesturheimi
  • Gengið á Mælifellshnjúk
  • Góðbændur í kaupstaðaferðum
  • Góður sími
  • Guðsmaður á beinni braut
  • Háski á heimaslóð
  • Hegranesþingstaður í Skagafirði
  • Heilun
  • Helgistund í Hvítárnesskála
  • Hrafnamál
  • Kraftaverk
  • Kvöldverðargestur
  • Kynfræðsla og heimilisfræði á Króknum
  • Kynni af Þorgeirsbola
  • Landkönnuður
  • Lítið eitt um Marka-Leifa
  • Mannfagnaður
  • Nóbelsverðlaunahafi, bröndóttur köttur og skagfirskur tenór
  • Næturkyrrð og raddir að Klaustrum
  • Orðahnippingar og fjölmæli
  • Ókyrrð í Marardal
  • Skemmtanahald forðum daga
  • Særingar og hræringar
  • Tennur og menn
  • Tjáskipti
  • Trúlofun í turni
  • Tvær skáldkonur
  • Ungir menn og eldflaugar
  • Úr viðtali nálægt starfslokum 2014
  • „Vel sé þeim, sem veitti mér“
  • „Við freistingum gæt þín“
  • Það er atvinnuleysi

Mannaminni:

  • Árni Þ. Hansen
  • Haukur Stefánsson
  • Helga Jónsdóttir
  • Hrafnhildur Stefánsdóttir
  • Jón Stefánsson
  • Stefán Guðmundsson
  • Ögmundur Helgason

49. Lagaglæður – Hugleiðingar um lög og lögfræði (Reykjavík 2018, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Rafhlöðunni, Landsbókasafni – Háskólabókasafni)

Efni:

  • Ármann Snævarr
  • Borgaralegur dauði
  • Dómsmorð
  • „Fjarri hlýju hjónasængur“
  • Kirkjugrið
  • Lögfræði og íslenskt lagamál
  • „Rétturinn til að gleymast“
  • Roðasteinn
  • Rétturinn sem þáttur þjóðmenningar

Fjölrituð fræðirit (Útgefandi allra ritanna var Bóksala stúdenta):

  1. Söguleg þróun réttarreglna um tjón af völdum skipa, útg. í Reykjavík 1974
  2. Um samanburðarlögfræði, útg. í Reykjavík 1975
  3. Um svardaga að fornu og nýju með hliðsjón af almennri þróun sönnunarréttar, útg. í Reykjavík 1975 (útg. sem handrit)
  4. Hugleiðingar um kennsluaðferðir og kennslutækni í lagadeild, útg. í Reykjavík 1975
  5. Skylda til samningsgerðar, útg. í Reykjavík 1975
  6. Þriðjamannslöggerningar, útg. í Reykjavík 1975
  7. Geymslugreiðsla við skuldaskil, útg. í Reykjavík 1975
  8. Staðlaðir samningsskilmálar, útg. í Reykjavík 1976
  9. Einhliða ábyrgðarskilmálar í lausafjárkaupum (ábyrgðarskírteini), Útg. í Reykjavík 1976
  10. Um tjón vegna skaðlegra eiginleika söluvöru, útg. í Reykjavík 1976. 
  11. Yfirlit um þróun íslensks sönnunarréttar með hliðsjón af almennri réttarfarsþróun, útg. í Reykjavík 1976.
  12. Nokkur orð um “milliríkjakaup”  útg. í Reykjavík 1977. 
  13. Óbeðinn erindrekstur (negotiorum gestio), útg. í Reykjavík 1977
  14. Leigusamningar, útg. í Reykjavík 1977

Ritgerðir (blaðagreinar ekki meðtaldar):

  1. Um fyrsta milliríkjasamning Íslendinga og tildrög hans, Úlfljótur XX, 3. tbl. 1967
  2. Nokkur orð um Norsku og Dönsku lög Kristjáns V. og innleiðingu þeirra á Íslandi, sst. XX, 4. tbl. 1967
  3. Viðtal við Karl Einarsson, fyrrv. sýslumann, sst. XXI., 1. tbl. 1968
  4. Bókaþáttur, sst. 1. tbl. 1968
  5. Skotlandsferð, sst. 2. tbl. 1968
  6. Líkamlegar hegningar á Alþingi, sst. 3. tbl. 1968
  7. Laganám í Bologna á miðöldum, sst. 4. tbl. 1968
  8. Spjall um kennslumál, sst, 4, tbl. 1968
  9. Þjóðréttarnám í Haag, sst. 4. tbl. 1968
  10. Ritstjórnarþættir og aðrir smærri þættir, sst. 1.-4. tbl. 1968
  11. Viðeyjarferð laganema 1968, sst. XXII, 1. tbl. 1968
  12. Lagasjónarmið varðandi meðferð á látnum mönnum, sst. 2. tbl. 1969
  13. Lagasjónarmið varðandi hópgöngur og útifundi, sst. XXIII, 3. tbl. 1979
  14. Nokkrar athugasemdir um hugtakið ”ferð” í merkingu X. kafla siglingalaganna, sst. XXIV, 1. tbl. 1971
  15. Um rekstrarábyrgð útgerðarmanns, sst. 2. tbl. 1971
  16. Nokkur orð um Jón sýslumann Espólín, rit hans og embættisstörf, sst. XXV 1. tbl. 1972 (einnig í tímaritinu Úrvali, aprílhefti 1973)
  17. Alexander von Humboldt stofnunin í V-Þýskalandi og rannsóknarstyrkir, sem hún veitir, sst. 2. tbl. 1972
  18. Prófessor dr. jur. Hermann Conrad.  Minning, sst. 2. tbl. 1972
  19. Athugasemdir um dánarhugtakið og skyld efni, sst. 4. tbl. 1972
  20. Sögustefnan og Konrad Maurer, sst. XXVI, 1. tbl. 1973
  21. Nokkur orð um kosningafyrirkomulag í V-Þýzkalandi, sst. 2. tbl. 1973
  22. Um tjón vegna olíubrákar frá skipum, sst. 3. tbl. 1973
  23. Um tjón af völdum skipa.  Lagasjónarmið varðandi vissa þætti sjóréttarlegrar bótaábyrgðar – einkum utan samninga – og skyld efni, sst. 4. tbl. 1973 (fylgirit)
  24. Geislunartjón frá kjarnorkuknúnum skipum, sst. XXVII, 1. tbl. 1974. 
  25. Nokkur orð um lagaskilasjónarmið, sem einkum varða sjóréttarlega bótaábyrgð utan samninga og skyld efni, sst. 2. tbl. 1974
  26. Um framhaldsnám og gildi þess, sst. 4. tbl. 1974
  27. Framhaldsnám í V-Þýzkalandi, sst. 4. tbl. 1974
  28. Skaðabætur gagnvart þriðja manni í samgöngu- og flutningarétti, sst, XXVIII, 2. tbl. 1975
  29. Sýning á lögfræðilegu efni, sst. 3. tbl. 1975
  30. Samanburðarlögfræði, sst. XXIX, 2. tbl. 1976
  31. Hugleiðingar um kennsluaðferðir og kennslutækni í lagadeild, XXX, 2. tbl. 1977
  32. Söguleg þróun viðurlaga við meinsærum, XXXII, 3. tbl. 1979
  33. Athugasemdir um nokkra þætti íslenskrar umhverfislöggjafar, sst. XXXIV, 1.-2. tbl. 1981
  34. Ábending um sýsluvöld kvenna, sst. 3.-4. tbl. 1981
  35. Um Jónsbók – sjö alda afmælisminning, sst. XXXV, 1. tbl. 1982
  36. Hugleiðingar um endurskoðun siglingalaga, sst. 2. tbl. 1982
  37. Um nokkur atriði íslenskrar mengunarlöggjafar og skyld efni, sst. 3.-4. tbl. 1982
  38. Nokkur orð um fornan rétt varðandi manntjón af völdum dýra, sst. XXXVI, 1. tbl. 1983
  39. Er þörf á nýjum lagaákvæðum um aukna vernd einkalífs og um starfsemi fjölmiðla? sst. 2. tbl. 1983
  40. Lögbók og lagahreinslun, sst. XXXVII, 1. tbl. 1984
  41. Stjórnarlög og stjórnskipun Nýja-Íslands, nýlendu íslenskra landnema í Kanada, sst. 4. tbl. 1984 (einnig í Erindi og greinar, nr. 14, Rvík 1985)
  42. Kirknaítök, yfirlit um sögu þeirra og réttarþróun, sst. XXXIX, 1. tbl. 1986
  43. Ítök og ítaksréttur, sst. XL, 1. tbl. 1987
  44. Um ábyrgðarskírteini, ábyrgðartíma og úrræði vegna galla á seldu lausafé, sst. 2. tbl. 1987
  45. Eignar- og afnotaréttur yfir hálendi Íslands, sst. XLIII, 3.-4. tbl. 1990
  46. Endurskoðun hinna norrænu kaupalaga og samningalaga, Tímarit lögfræðinga XXV, 3. tbl. 1975
  47. Endurskoðun sjómannalaga og siglingalaga, Tímarit lögfræðinga, XXXII, 2. tbl. 1982
  48. Frá hinu íslenska sjóréttarfélagi, Tímarit Lögfræðinga XXXIV, 4. tbl. 1984
  49. Frá félagi áhugamanna um réttarsögu, Tímarit lögfr. 4. tbl. 1984
  50. Af vettvangi dómsmála:  Hæstaréttardómur frá 31. maí 1985, Tímar. lögfr. XXXV, 3. tbl. 1985
  51. Orð skulu standa.  Ábending í tilefni frumvarps um lögtöku nýs og víðtæks ógildingarákvæðis í samningarétti, Tímar. lögfr. XXXVI, 2. tbl. 1986
  52. Eftirþankar um ógildingarákvæðið nýja, Tímar. lögfr. 4. tbl. 1986
  53. Af vettvangi dómsmála: Um samningsbundna takmörkun á ábyrgð seljanda. Dómur Hæstaréttar frá 7. mars 1989 í málinu nr. 39/1988, Tímar. lögfr. XXXIX, 2. tbl. 1989
  54. Efling réttarsögunnar, Erindi og greinar, ritröð Félags áhugamanna um réttarsögu, 1. hefti 1987
  55. Dönsku og Norsku lög í 300 ár. Þriggja alda afmæli hinna dönsku og norsku lögbóka Krisjáns konungs V,  sst. 5. hefti 1983
  56. Athuganir á framkvæmd líflátshegninga og á aftökusiðum og aftökuörnefnum á Íslandi, utan alþingisstaðarins við Öxará, sst. 11. hefti 1984
  57. Drættir úr frumsögu eiðsæra I (Almennt) sst. 15. hefti 1985
  58. Drættir úr frumsögu eiðsæra II (Réttarfarseiður meðal nokkurra fornþjóða), sst. 16. hefti 1985
  59. Drættir úr frumsögu eiðsæra III (Um sönnunarreglur og réttarfarseið í forngermönskum rétti) sst.17. hefti 1985
  60. Um Jónsbók á síðari tímum.  Ákvæði úr Jónsbók, sem vitnað er til í dómasafni Hæstaréttar 1921-1982, sst. 18. hefti 1985
  61. Um jarðeignir kirkna fyrr og nú, sst. 19. hefti 1985
  62. Nýmæli í björgunarrétti?  Tillögur stjórnsk. nefndar um breytingar á VIII kafla laga nr. 66/1963 o.fl.  Njörður, tímarit Hins íslenska sjóréttarfélags, 1. tbl. 1983
  63. Hvenær koma ný sjómannalög?  Frumvarp til nýrra sjómannalaga í undirbúningi, sst. 1. tbl. 1983
  64. Hugvekja um gerðardóma í sjóréttarmálum, sst. 3. tbl. 1983
  65. Hugleiðingar um nýskipan lagareglna um ábyrgð útgerðarmanna og takmörkun hennar, sst. 4. tbl. 1983.
  66. Hugmynd um upplýsinga og fræðslustofnun í flutningarétti, sst. 4. tbl. 1983
  67. Enn um gerðardóma, sst. 2. tbl. 1984
  68. Siglingalögin nýju, sst. 2. tbl. 1985
  69. Tjón og saga - Söguleg þróun réttarreglna um tjón af völdum skipa og um bótaábyrgð af þeim sökum. sst. 3. tbl. 1985
  70. Lögreglurannsóknir sjóslysa.  Fáein orð um 2.-4. mgr. 221. gr. laga nr. 34/1985, sst. 4. tbl. 1985
  71. Eftirlit með frumrannsókn sjóslysa og afbrigðileg rannsókn slysa, sst. 1. tbl. 1986
  72. Herdísarvíkurpistill.  Fréttabréf Háskóla Íslands, mars 1981
  73. Frá Herdísarvík, sst. október 1982
  74. Um Háskólafánann, sst. október 1986
  75. Háskólabygging í Reykjavík. Prófteikningar Guðjóns Samúelssonar, sst.7. tbl. 1989
  76. Starfsemi kynningarnefndar Háskólans, sst. mars 1990
  77. Teiknað í skýin.  Hugmyndir um háskólamannvirki, sem ekki voru reiks. Tímarit Háskóla Íslands, 1. tbl. 1988
  78. Herdísarvík í Selvogi.  Friðland Háskóla Íslands, sst. 1. tbl. 1989
  79. Útivist og almannaréttur, Freyr, júní 1985
  80. Greinargerð um þingsályktunartillöguum lagahreinslun og samræming gildandi laga, Alþingistíðindi 1983
  81. Ábendingar varðandi fasteignakaup, Húseigandinn 1. tbl. 1984
  82. Um réttarstöðu húseigenda og verktaka eða launþega, sem fást við viðgerðir á húsum. Hús og hýbýli, 1. tbl. 1984
  83. Lögfræðileg álitaefni, sem tengjast landnýtingu og landnotkun í landnámi Ingólfs, Landnám Ingólfs, landnýting og landnotkun, útg. af Landvernd, Rvík 1984
  84. 75 ára afmælishátíð Háskóla Íslands, Árbók Háskóla Íslands 1985-1987
  85. Genfarsáttmálarnir til varnar friði og til að draga úr skelfingum styrjalda.
  86. Mannréttindi og mannúðarlög, útg. af Rauða Krossi Íslands, Rvík 1983
  87. Kaupalögin, neytendur og afborgunarskilmálar, Samvinnan 4. tbl. 1978
  88. Lagaákvæði um fallvötn og landbrot, Fallvötn og landbrot, Rvík 1990 (Útg. Landvernd).
  89. Háskólabyggingin í Reykjavík, Arkitektúr og skipulag, 4. tbl. 1989
  90. Um kynningar- og heimildarkvikmyndir Háskólans, Morgunblaðið 12. júlí 1989
  91. Die Entwicklung des isländischen Strafrechts und Strafprozessrechts im Mittelalter und bis 1800, Old Ways and New Needs in Criminal Legislation, Freiburg 1989.
  92. Eignar- og afnotaréttur yfir hálendi Íslands, Framtíðarnýting hálendis Íslands, útg. af Landvernd, Rvík 1991
  93. Det juridiske fakultet ved Islands Universitet i årene 1972-73, Tidsskrift for Rettsvitenskap, 3. hefti 1974.
  94. Det juridiske fakultet ved Islands Universitet året 1974, Tidsskrift for Rettsvitenskap, 2. hefti 1975
  95. Danske og Norske Lov i Island og de islandske kodifikationsplaner, í ritinu Danske og Norske Lov i 300 år, Khöfn 1983 (afmælisútgáfa í tilefni 300 ára afmælis hinna miklu lögbóka, Dönsku laga og Norsku laga Kristjáns konungs V., en hlutar þessara lögbóka voru lögleiddir á Íslandi).
  96. Skrár um manna- og staðanöfn, Úr fórum Stefáns Vagnssonar, Rvík 1976
  97. Meinsæri á hvalfjöru, Fólk og fróðleikur, Í afmælisriti Kristmundar Bjarnasonar, Sauðárkróki 1979.
  98. Kennarinn Ólafur Jóhannesson. Afmæliskveðja frá gömlum nemanda, Ólafsbók, afmælisrit, helgað Ólafi Jóhannessyni sjötugum.
  99. Mannúðarréttur. Mannúðarákvæði í þjóðréttarlegum sáttmálum, Afmælisrit Gizur Bergsteinsson níræður, 18. apríl 1992, Rvík 1992
  100. Ábyrgð á birtu prentefni að íslenskum lögum. Í 50 ára afmælisriti Úlfljóts, tímariti laganema, Rvík 1997, bls.183-215.
  101. Formáli að ritinu Íslandsferð Konrads Maurers 1858, Rvík 1997. (Útg. Ferðafélag Íslands).
  102. Jónsbók - The Icelandic Law Code of 1281, í safnritinu “Colendo iustitiam et iura condendo - Federico II legislatore del Regno di Sicilia nell Europa del Duecento, per una storia comparata delle codificazioni europee”, Róm 1997, Prófessor Andrea Romano hafði umsjón með útgáfunni. Ritgerðin er á bls. 455-470 í bókinni.
  103. Straumhvörf í kirkjurétti. Úlfljótur, 1. tbl. 2000, bls. 29-40.
  104. Hljóðritanir símtala og annars talaðs máls – Nokkur lögfræðileg álitaefni.
  105. Afmælisrit Þórs Vilhjálmssonar, Bókaútgáfa Orators, Rvík 2000, bls. 441-454.
  106. The Law of the Nordic Community in Medieval Greenland and its Jurisdictional Status. Í ritinu “Aspects of Arctic and Sub-Arctic History” (Proceedings of the International Congress on the History of the Arctic and Sub-Arctic Region, Reykjavik, 18-21 June 1998, útg. í Rvík í marsmánuði 2001 þótt það beri útgáfuárið 2000), bls. 51-61.
  107. Túlkun enskra lagaákvæða og skyld efni. Í Líndælu, afmælisriti Sigurðar Líndals, Rvík 2001, bls. 423-446.
  108. “Traustir skulu hornsteinar...” – Hugleiðingar um viðmiðanir og stefnumörkun við nýráðningu fastra kennara og sérfræðinga í Lagadeild Háskóla Íslands. Í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 2001, bls. 43-52. Sérprent ritgerðarinnar fylgir.
  109. “Breytingar á réttarreglum um vörslu kirkjueigna og um fjárhagsleg kjör presta í upphafi 20. aldar”. Í ritinu “2. íslenska söguþingið, 30. maí – 1. júní 2002”, Ráðstefnurit II., Rvík 2002 (útg.: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélag), bls. 222-239.
  110. “Borgaralögbókin nýja í Rússlandi – Bakgrunnur og efnissvið”. Í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti 52. árg., október 2002, bls. 281-297.
  111. “Aflvaki Jónsbókar – Fáein orð um lögbækur og konungsvald í ríkjum Vestur-Evrópu á miðöldum”. Í afmælisriti til heiðurs Guðmundi Ingva Sigurðssyni hrl. áttræðum, Rvík 2002 (Bókaútgáfan Blik), bls. 139-164.
  112. “Samanburðarlögfræði” – Hugleiðingar um efnissvið greinarinnar, gagnsemi hennar, markmið, réttarkerfi og réttarfjölskyldur heims”. Í afmælisriti til heiðurs dr. Gunnari G. Schram prófessor sjötugum, Rvík    2002(Almenna bókafélagið), bls. 367-386.
  113. “Lögbókar greinar, er leiðréttingar þurfa” – Um hugmyndir og tillögur Þorsteins sýslumanns Magnússonar varðandi endurskoðun Jónsbókar”. Í ritinu “Lögberg – Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands”, Rvík 2003 (Háskólaútgáfan), bls. 535-579. 
  114. “Lög og lögvísi í Suður-Ameríku – Nokkrir megindrættir á grunni almennra hugleiðinga”. Í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 53. árg., 2003, bls. 61-81.
  115. “Þróunardrættir í samninga- og kröfurétti, einkum frá fjölþjóðlegu sjónarhorni”. Í Úlfljóti, tímariti laganema, 1. tölubl. 56. árg., 2003, bls. 59-72.
  116. “Saminga- og kröfuréttur”. Í bókinni “Um lög og rétt – Helstu greinar íslenskrar lögfræði” (Bókaútgáfan Codex, Reykjavík 2006), bls. 219-280.
  117. ”Friður sé með yður”! – Um friðarskyldu og lausn ágreinings á vettvangi Þjóðkirkjunnar”. Í afmælisriti Björns Björnssonar prófessors (Ritröð Guðfræðistofnunar – Studia theologica islandica 24, Reykjavík 2007), bls. 163-182.
  118. “Mannhelgi”. Í ritinu Persónuvernd í 25 ár (afmælisriti Persónuverndar), Reykjavík 2007, bls. 48-52.
  119. „Landkönnuðir“. Í ritinu Mannamál: greinar, frásagnir og ljóð í tilefni af sextugsafmæli Páls Pálssonar frá Aðalbóli, Reykjavík 2007.
  120. „Lagakennsla í eina öld“. Árshátíðarrit Orators, afmælisrit, 16. febrúar 2008
  121. „Forn – en sígild varnaðarorð til dómenda – Hugleiðingar um Dómakapítula Jónsbókar“. Í afmælisriti Björns Þ. Guðmundssonar prófessors, Reykjavík 2009.
  122. „Ármann Snævarr“. Andvari Nýr flokkur, 143. ár, 2018, bls. 9-50.
  123. „Römm er sú taug – Hugleiðingar um óvenjulegt lífshlaup Stefáns Eiríkssonar frá Djúpadal“. Skagfirðingabók – Rit Sögufélags Skagfirðinga 39, Sauðárkróki 2019, bls. 193-207.

Endurskoðun á ritum annarra höfunda

  1. Útg. Ólafur Jóhannesson: Lög og réttur, endurskoðuð útgáfa (ásamt öðrum) Rvík 1975 og 1985. (Útg. Hið íslenska bókmenntafélag).
  2. Ólafur Jóhannesson, Stjórnarfarsréttur, Almennur hluti I-II, 2. útgáfa endursk. (fjölrit) Rvík 1974. I.: 165 s. og II: 258 s. (útg. Orator, félag laganema). Páll annaðist útgáfuna að öllu leyti einn.

Annars konar rit:

  1. Skýrslur Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árin 1983, 1984 og 1985 (ásamt öðrum). (útg. Rannsóknarnefnd sjóslysa).
  2. Ráðstefna um öryggismál sjómanna 21.-22. september 1984 (ásamt öðrum) (Reykjavík 1984, útg. Rannsóknarnefnd sjóslysa).
  3. Stöðluð samningsákvæði frá ýmsum sviðum viðskiptalífs, Rvík 1982, 2. útg. (endurskoðuð) Rvík 1989, útg. Bóksala stúdenta).

Ritstjórn

Ritstjóri:

  1. Njörður, tímarit Hins íslenska sjóréttarfélags 1982-1989.
  2. Erindi og greinar, ritröð Félags áhugamanna um réttarsögu, 1982-1989.
  3. Úlfljótur, tímarit laganema, 1967-1968.
  4. Íslensk lögfræðiorðabók, á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands,  frá sumri 2006. Ritið kom út í september 2008.

Í ritnefnd:

  1. Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum 20. febrúar 2001 (Reykjavík 2002, útg. Almenna bókafélagið)
  2. Lögberg, rit Lagastofnunar Háskóla Íslands (Reykjavík  2003, útg. Háskólaútgáfan og Lagastofnun Háskóla Íslands)

Samning lagafrumvarpa og sambærileg verkefni

  1. Frumvarp til siglingalaga, er varð að lögum um það efni nr. 34/1985 (244. greinar), formaður nefndarinnar, sem lögin samdi, ásamt greinargerð sem ég samdi að mestu einn.
  2. Frumvarp til sjómannalaga, er varð að lögum um það efni nr. 35/1985 (89. greinar), formaður nefndarinnar, sem login samdi, ásamt greinargerð sem ég samdi að mestu einn.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á þjóðminjalögum (breytingin var lögtekin árið 1996, sbr. lög nr. 60. það ár) ásamt greinargerð, samdi frumvarpið einn.
  4. Frumvarp til laga um Örnefnastofnun Íslands, ásamt greinargerð, er varð að lögum nr.14/1998, samdi frumvarpið einn.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bæjanöfn, ásamt greinargerð. Varð að lögum árið 1998, sbr. lög nr. 40. það ár, samdi frumvarpið einn.
  6. Reglugerð um þjóðminjavörslu nr. 334/1998 að beiðni Menntamálaráðuneytis, samdi reglugerðina einn.
  7. Frumvörp til ýmissa starfsreglna Þjóðkirkjunnar, þ.e. til endurskoðunar og breytinga á starfsreglum, ásamt öðrum, sem formaður nefndar um endurskoðun kirkjustjórnar í héraði, á vegum Þjóðkirkjunnar, 2005 til 2006.

Andmælandi við doktorsvörn og tengt nefndarstarf

Páll var einn af andmælendum við doktorsvörn Matthíasar G. Pálssonar við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu, 25. maí 2001, er hann varði ritgerð sína “Unfairness in European Contract Law and International Trade Contracts” (European University Institute-Department of Law, Florence 2001). Átti einnig sæti í nefnd þeirri sem lagði mat á gildi ritsins áður en til varnar kom.

Þýðing lögfræðilegs efnis á erlend mál

  1. Þýddi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þýsku og kom sú þýðing út í ritinu “Die Verfassungen Europas” (2. útg., Stuttgart 1974)
  2. Þýddi lög um ættaróðul, ættarjarðir, erfðaábúð o.fl. nr. 102/1962 á norsku, fyrir lagadeild norska dómsmálaráðuneytisins (ásamt öðrum)

Erindi og ávörp

Fjölmörg erindi og ávörp á ráðstefnum og fundum, á vegum stofnana og félagasamtaka, einkum innanlands, en einnig erlendis í nokkrum mæli, sjá upplýsingar um heimsóknir til erlendra háskóla. Engin heildstæð skrá er þó til yfir erindi og ávörp á starfsferlinum. Mörg erindanna birtust síðar á prenti, venjulega í breyttri og bættri mynd.

Blaðagreinar

Páll hefur birt fjölda greina í dagblöðum, einkum Morgunblaðinu. Fjalla þær um margvísleg efni, m.a. umhverfisvernd, lögfræðileg álitaefni af ýmsu tagi og háskólamálefni en engin heildstæð skrá er til um greinarnar. Allmargar blaðagreinarnar voru endurbirtar í ritnu “Skæðadrífa”, Reykjavík 2003 (útg. Háskólaútgáfan).

Annað

Samdi texta og stjórnaði gerð tveggja heimildarkvikmynda um sögu Háskóla Íslands og jafnframt heimildarmynda um störf tveggja kunnra háskólamanna, þ.e. dr. Jóns Stefensens og dr. Björns Sigfússonar, en allar voru myndir þessar sýndar í sjónvarpi. Stjórnaði einnig gerð kynningarmyndar um Lagadeild og hafði meðumsjón með gerð álíka kynningarmynda fyrir fleiri deildir háskólans. Allt tengdist þetta 75. afmælisári Háskóla Íslands 1986.

Skrá um bækur eftir Pál Sigurðsson

Páll hefur gefið út yfir 50 bækur um lögfræðileg málefni á ferli sínum og fjölda fræðigreina ásamt ritgerðum, fræðiritum og blaðagreinum.

  1. Brot úr réttarsögu (Reykjavík 1971)
  2. Um tjón af völdum skipa – Lagasjónarmið um sjóréttarlega bótaábyrgð, einkum utan samninga, og skyld efni (Reykjavík 1973, fylgirit með Úlfljóti, XXVI. árg. 4. tbl. 1973)
  3. Þróun og þýðing eiðs og heitvinningar í réttarfari (Reykjavík 1978)
  4. Fyrirlestrar um samningarétt, almenna hlutann (Reykjavík 1978)
  5. Fyrirlestrar um kauparétt, lausafjárkaup (Reykjavík 1978)
  6. Þættir úr fjármunarétti I (Reykjavík 1978)
  7. Þættir úr fjármunarétti II (Reykjavík 1978)
  8. Verkefni úr samninga- og kauparétti (Reykjavík 1982)
  9. Álitsgerð Kirkjueignanefndar (Reykjavík 1984, aðalhöfundur)
  10. Hliðsjónarrit í samninga- og kauparétti I-XX (Reykjavík 1982-1986)
  11. Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands - Heimildir um hugmyndir, aðdraganda og framkvæmdir fram yfir 1940 (Reykjavík 1986, fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1985-1986)
  12. Samningaréttur – Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar (Reykjavík 1987)
  13. Kauparéttur – Meginreglur íslensks réttar um lausafjárkaup (Reykjavík 1988)
  14. Háskólamálið og lagaskólamálið – Úrval heimilda um aðdraganda að stofnun háskóla á Íslandi (Reykjavík 1989)
  15. Kringsjá – Þættir um erlendan rétt og samanburðarlög fræði (Reykjavík 1989) - 248 -
  16. Verksamningar – Meginreglur íslensks verktakaréttar (Reykjavík 1991)
  17. Raunsjá – Raunhæf verkefni úr samninga- og kauparétti (Reykjavík 1991)
  18. Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands II – Draumsýnir, framkvæmdir og svipmyndir af háskólasamfélagi 1940-1990 (Reykjavík 1991, fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1989-1991)
  19. Kröfuréttur – Almennur hluti (Reykjavík 1992)
  20. Svipmyndir úr réttarsögu – Þættir um land og sögu í ljósi laga og réttarframkvæmdar (Reykjavík 1992)
  21. Lagaþættir – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1993)
  22. Lagaþættir II – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1993)
  23. Lagaþættir III – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1994)
  24. Höfundaréttur – Meginreglur íslensks réttar um höfundarvernd (Reykjavík 1994)
  25. Fjallvegafélagið – Ágrip af sögu þess (Reykjavík 1994)
  26. Leiguréttur I – Meginreglur íslensks réttar um leigusamninga auk nokkurra sérsviða (Reykjavík 1995)
  27. Ferð á frændaslóðir – Hjaltland og Orkneyjar frá sjónarhóli Íslendings (Reykjavík 1996)
  28. Hveravallamálið og önnur málefni hálendisins (Reykjavík 1996)
  29. Ávörp og greinar af vettvangi Ferðafélagsins (Reykjavík 1996)
  30. Fjölmiðlaréttur – Meginþættir réttarumhverfis fjölmiðlanna (Reykjavík 1997)
  31. Erfðaréttur – Yfirlit um meginefni erfðaréttar (Reykjavík 1998)
  32. Aftökustaðir í landnámi Ingólfs – og aftökur dæmdra manna (Reykjavík 2000)
  33. Skæðadrífa – Safn stuttra greina um lög og samfélag (Reykjavík 2003)
  34. Lagaskuggsjá – Greinar um lög og sögu (Reykjavík 2004) - 249 -
  35. Lagaheimur – Greinar um samanburðarlögfræði (Reykjavík 2004)
  36. Lagaslóðir – Greinar um lög og rétt (Reykjavík 2005)
  37. Lagaþræðir – Greinar um lög og menn (Reykjavík 2006)
  38. Um lög og rétt – Helstu greinar íslenskrar lög fræði (meðhöfundur) (Reykjavík 2006; 2. útg. Reykjavík 2009)
  39. Lög fræðiorðabók með skýringum (Reykjavík 2008, ritstjóri)
  40. Lagasýn – Greinasveigur um lög, lönd og sögu (Reykjavík 2009, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Lagastofnun Háskóla Íslands)
  41. Mannhelgi – Höfuðþættir almennrar persónuverndar (Reykjavík 2010)
  42. Lagavangur – Um forn lög og ný (Reykjavík 2012)
  43. Skagafjörður vestan Vatna – Frá Skagatá að Jökli. Árbók Ferðafélags Íslands 2012 (Reykjavík 2012)
  44. Lagastaður – Um lagamenn fyrri alda og um lög frá ýmsum tímum (Reykjavík 2013)
  45. Skagafjörður austan Vatna I – Frá Jökli að Furðuströndum. Árbók Ferðafélags Íslands 2014 (Reykjavík 2014)
  46. Minningaleiftur – Vörður á veg ferð (Reykjavík 2015)
  47. Skagafjörður austan Vatna II – Frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Árbók Ferðafélags Íslands 2016 (Reykjavík 2016)
  48. Lagaþankar – Safn greina um réttarframkvæmd og lög fræði frá ýmsum tímum (Reykjavík 2016, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Lagastofnun Háskóla Íslands).
  49. Úr hugarranni – Minningabrot og þættir (Reykjavík 2016, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Rafhlöðunni, Landsbókasafni - Háskólabókasafni )
  50. Lagaglæður -- Hugleiðingar um lög og lögfræði (Reykjavík 2018, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Rafhlöðunni, Landsbókasafni - Háskólabókasafni )

Heimildir

Ragnheiður Bragadóttir. (2014). Afmæliskveðja Páll Sigurðsson sjötugur, 16. ágúst 2014. Í Afmælisrit til heiðurs Páli Sigurðssyni prófessor sjötugum.

Morgunblaðið. (16. ágúst 2019). Páll Sigurðsson fyrrverandi lagaprófessor 75 ára. Grúskari í samanburðarlögfræði.