Punkturinn er íslenskur sketsaþáttur sem tekur skot á auglýsingar, staðalímyndir, orðagrín, kynjamyndir og alls konar hversdagslega samfélagsrýni. Þættirnir urðu vinsælir á internetinu í nokkur ár en byrjuðu sem litlir þættir fyrir Menntaskólann í Kópavogi áður en lengra var haldið. Þátturinn hóf seinna göngu á Stöð 3 í opinni dagskrá.
Aðstandendur
Tómas Valgeirsson (upprunaleg sköpun, handrit), Sindri Gretars (leikstjóri, klippari, handrit), Guðmundur Heiðar Helgason (leikari, handrit), Daníel Kristjánsson (leikari, handrit), Bjarki Már Jóhannsson (leikari, handrit), Egill Viðarsson (framkvæmdarstjóri, aðalframleiðandi), Viktor Aleksander Bogdanski (handrit, upptaka) & Þór Þorsteinsson (intro, grafík, tónlist, aðstoðarleikstjórn o.fl.).
Leikhópur
Á skjánum eru aðalmeðlimir þáttarins Guðmundur Heiðar Helgason, Daníel Kristjánsson, Bjarki Már Jóhannson og Þórunn Guðlaugsdóttir. Með önnur hlutverk fara Bergþóra Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Einarsson, Tanja Björk, Steinar Ársælsson, Benedikt Kristjánsson, Alexander Erlendsson, Sindri Gretars & Tommi Rizzo.
Saga Punktsins
Punkturinn hefur farið í gegnum þónokkrar andlitslyftingar en yfirleitt haldið sama formi og helstu meðlimum. Hann hófst vorið 2007 sem reglulegur afþreyingarþáttur á vegum nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í umsjón Tómasar Valgeirssonar. Árið 2008 bættist við Sindri Gretarsson sem aðstoðar(... og síðar meir aðal-)leikstjóri og klippari. Eftirspurnin hélt síðan áfram og þátturinn öðlaðist glænýtt líf frá sumri 2010 þegar hann hóf göngu sína á vefnum Kvikmyndir.is þar sem hann vakti mikið umtal. Árið 2013 voru nýir framleiðendur komnir um borð og var þá frumsýnd ný sería á Monitor TV. Árið 2015 tók Stöð 3 við.
Tenglar