Pro loco

Pro loco (latína: „fyrir staðinn“) eru ítölsk grasrótarsamtök sjálfboðaliða sem vinna að því að kynna ákveðinn stað, heimabæ eða nærsveit. Í flestum bæjum Ítalíu sjá samtökin um að fjármagna, auglýsa og halda bæjarhátíð sem yfirleitt er uppskeruhátíð eða íþróttakeppni með vísun í menningarsögu staðarins. Þótt þessar hátíðir séu mjög vinsælar meðal ferðamanna snýr starf Pro loco-félaganna yfirleitt fremur að heimafólki en opinberar stofnanir á borð við upplýsingamiðstöðvar og staðbundnar ferðaskrifstofur sjá um kynningu fyrir utanaðkomandi.

Nafn Pro loco-félags getur verið á forminu Pro X eða Pro loco X þar sem X er heiti staðarins. Fjöldi slíkra samtaka á Ítalíu er um 6000 með 650.000 félaga. Heildarsamtök allra Pro loco-félaga nefnast Unione Nazionale delle Pro Loco d'Italia (UNPLI).

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.