Peter Geach |
---|
|
Fæddur | 29. mars 1916
|
---|
Svæði | Vestræn heimspeki |
---|
Tímabil | Heimspeki 20. aldar |
---|
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
---|
Helstu ritverk | Mental Acts; Logic Matters; Reason and Argument |
---|
Helstu kenningar | Mental Acts; Logic Matters; Reason and Argument |
---|
Helstu viðfangsefni | rökfræði, hugspeki, trúarheimspeki |
---|
Peter Thomas Geach (29. mars 1916 – 21. desember 2013) var breskur heimspekingur. Hann fékkst einkum við heimspekisögu, rökfræði, hugspeki og trúarheimspeki. Hann var kvæntur heimspekingnum Elizabeth Anscombe og áttu þau sjö börn.
Geach var kaþólskur og var kaþólsk trú að mörgu leyti samtvinnuð heimspeki hans. Heimspeki hans var í anda rökgreiningarheimspekinnar en undir miklum áhrifum frá Tómasi af Akvínó. Geach varði til að mynda þá kenningu að manneskjan sé í eðli sínu skynsemisvera og að hver og einn einstaklingur hafi verið skapaður af guði. Hann vísaði á bug tilraunum í anda Darwins til að líta svo á að skynsemin sé ekki eðlislæg manninum heldur hending þróunarinnar sem „sófisma, hlægilegum eða brjóstumkennanlegum“. Hann hafnaði kenningum um málgetu dýra.
Geach hafnaði bæði þekkingarfræðilegum skilningi sannleikshugtaksins og gagnhyggju um sannleikann en hélt þess í stað samsvörunarkenningu um sannleikann á lofti í anda Tómasar af Akvínó. Hann hélt því fram að veruleikinn sé einn og óskiptur, grundvallaður í guði sjálfum, sem er endanlegur sanngjöri; guð er sannleikur.
Helstu rit
- Mental Acts: Their Content and Their Objects (1957)
- Reference and Generality: An Examination of Some Medieval and Modern Theories (1962)
- God and the Soul (1969)
- Logic Matters (1972)
- Reason and Argument (1976)