Peningaseðill

Peningaseðill er greiðslumáti. Seðlar eru, ásamt myntum, taldir reiðufé. Þetta þýðir að þeir geta meðal annars verið notaðir við kaup og sölu án þess að vera innleystir fyrst og að þeir eru ópersónulegir.

Upprunalega réðst gildi peninga af efninu sem þeir voru gerðir úr, fyrst og fremst gulli eða silfri, og svo magninu af því. Vegna þess að bæði var óþægilegt og óöruggt að fara með eðalmálm alls staðar og vegna þess að stundum var skortur á eðalmálmi til myntsláttar voru ábyrgðarbréf notuð í stað mynta, sem var oftast loforð fyrir hönd skuldarans að útborga ákveðið magn af eðalmálmi sem geymdur var á ákveðnum stað.

Elstu þekktu peningaseðlarnir voru gefnir út í Kína á 7. öld. Fyrir þetta voru ábyrgðarbréf líka notuð, en þessi voru persónuleg en það ekki var alltaf hægt að nota þau sem beinan greiðlsumáta. Síðar urðu peningaseðlar ópersónulegir þannig að þeir gætu notast sem greiðslumáti á ákveðnu svæði eða hjá ákveðnum banka.

Bæði einkabankar og opinberir bankar geta gefið út peningaseðla samkvæmt ákveðnum reglum. Samt sem áður eru peningaseðlar oftast gefnir út af seðlabönkum eins og Seðlabanka Íslands og Englandsbanka en seðlarnir sjálfir gilda hjá öllum bönkum og fyrirtækjum í landinu. Stundum eru peningaseðlar ekki prentaðir í landinu þar sem þeir eru notaðir, til dæmis eru íslenskir peningaseðlar prentaðir á Bretlandi.[1]

Á flestum peningaseðlum eru ýmsir öryggisþættir eins og vatnsmerki og útfjólublátt blek, sem ætlaðir eru að forðast fölsun.

Tengt efni

Tilvísanir

  1. Gylfi Magnússon. „Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?“. Vísindavefurinn 26.2.2003. http://visindavefur.is/?id=3173. (Skoðað 20.2.2012).

Heimildir

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.