Nýja Litlabeltisbrúin er 1,7 km löng og 44 metra há hengibrú yfir Litlabelti milli Jótlands og Fjóns í Danmörku. Brúin er sex akreina vegbrú sem var reist þar sem Gamla Litlabeltisbrúin frá 1935 annaði ekki vaxandi bílaumferð eftir því sem leið á 20. öldina. Framkvæmdir við brúna hófust árið 1965 og hún var vígð 21. október1970.