Nýja-Skotland (enska: Nova Scotia framburður [ˌnoʊvəˈskoʊʃə]); skosk gelíska: Alba Nuadh; franska: Nouvelle-Écosse) er fylki í Kanada, syðst á austurströnd þess. Höfuðborg Nýja-Skotlands heitir Halifax. Nýja-Skotland er næstminnsta hérað Kanada, 55.284 km² að flatarmáli. Íbúafjöldinn er um 1.000.000 (2021), og er það því í fjórða sæti yfir þau héruð landsins þar sem fæstir búa, en engu að síður hið næstþéttbýlasta.