Norður-Nikósía

Norður-Nikósía.

Norður-Nikósía er höfuðborg og stærsta borg tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur. Borgin er norðurhluti borgarinnar Nikósíu á Kýpur sem var skipt milli tyrknesku- og grískumælandi samfélaga í kjölfar þjóðernisátaka árið 1963. Eftir tilraunir grísku herforingjastjórnarinnar til að sameina eyjuna Grikklandi 1974 réðist Tyrklandsher inn í eyjuna og alþjóðasamfélagið lítur svo á að norðurhlutinn sé hernuminn. Íbúar Norður-Nikósíu eru rúmlega 60 þúsund en rúm 80 þúsund búa á stórborgarsvæðinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.