Nicolas Poussin (15. júní1594 – 19. nóvember1665) var franskurlistmálari sem hafði mikil áhrif á franska klassíska skólann í myndlist. Hann bjó lengst af í Róm utan þrjú ár þegar hann var hirðmálari hjá Loðvík 13. Myndefni hans var nánast allt tekið úr bókmenntum og sögu fornaldar. Fyrst um sinn málaði hann í stíl Caravaggios, líkt og flestir gerðu á þeim tíma, en síðar þróaði hann stíl sem markaði afturhvarf til einfaldleika klassíska stílsins sem átti eftir að einkenna evrópska myndlist meira en hundrað árum síðar. Hann var því heldur lítils metinn í Frakklandi barrokktímans á síðari hluta 17. aldar en varð fyrirmynd franskra listamanna á 18. og 19. öldinni eins og Jacques-Louis David og Paul Cézanne.