Nogometni Klub Maribor, eða einfaldlega NK Maribor, er slóvenskt knattspyrnufélag með aðsetur í bænum Maribor í norðvestur Slóveníu. Félagið var stofnað árið 1960 og treyjur liðsins eru fjólubláar og gular. NK Maribor leikur í Slovenska Nogometna Liga, sem er efsta deild landsins, og spilar heimaleiki sína á Ljudski vrt. Núverandi þjálfari er Mauro Cameronesi.