Morrissey

Morrissey (2006)

Steven Patrick Morrissey (fæddur 22. maí árið 1959), betur þekktur sem Morrissey er enskur og írskur tónlistarmaður. Morrissey ólst upp í Manchester og var úr írskri kaþólskri fjölskyldu. Hann fékk ungur mikinn áhuga á tónlist og stofnaði aðdáendaklúbb New York Dolls þegar hann var unglingur. Sem ungur maður tók hann þátt í pönksenu Manchester og varð síðar tónlistarblaðamaður. Hann reis til frægðar sem söngvari og textahöfundur The Smiths sem starfaði frá 1982-1987. Eftir hóf hann sólóferil.

Morrissey flutti til Los Angeles um miðjan 10. áratuginn. Hann sendi frá sér sjálfsævisögu árið 2013. Morrissey greindi frá því 2015 að hann hafi farið í krabbameinsmeðferð. Knattspyrnumaðurinn Robbie Keane er náfrændi hans.

Morrissey hefur verið þekktur fyrir umdeildar skoðanir og yfirlýsingar, þar á meðal um siðleysi kjötáts.

Árið 2006 spilaði Morrissey á Íslandi. [1] Til stóð að hann myndi spila í Hörpu 2015 en hann var ósáttur við að kjöt væri selt í húsinu meðan hann spilaði. [2]

Sólóplötur

  • Viva Hate (1988)
  • Bona Drag (1990)
  • Kill Uncle (1991)
  • Your Arsenal (1992)
  • Vauxhall and I (1994)
  • Southpaw Grammar (1995)
  • Maladjusted (1997)
  • You Are the Quarry (2004)
  • Ringleader of the Tormentors (2006)
  • Years of Refusal (2009)
  • World Peace Is None of Your Business (2014)
  • Low in High School (2017)
  • California Son (2019)
  • I Am Not a Dog on a Chain (2020)
  • Without Music the World Dies (2024)
  • Bonfire of Teenagers (óútgefin)

Tilvísanir

  1. Morrissey í París Rúv. skoðað 26. maí, 2016.
  2. Morrissey vildi ekki koma fram í HörpuRúv. Skoðað 26. mái, 2016.