Moli litli: saga um lítinn flugustrák er barnabókaröð eftir Ragnar Lár sem kom út á árunum 1968-1975. Molabækurnar eru sjö talsins, allar heftaðar í kjölinn, 32 síður með stóru letri og mynd á hverri síðu. Bækurnar fjölluðu um ævintýri Mola sem er lítill og fremur ógætinn flugustrákur, besta vin hans Jóa járnsmið og illmennið Köngul kónguló sem ætlar sér að éta Mola. Nafnið á Mola er til komið af því hve hrifinn hann er af sykurmolum.
Moli litli var lesinn sem „teiknisaga“ í Stundinni okkar 1969 þannig að hver teikning var höfð í mynd meðan texti þeirrar síðu var lesinn og þannig koll af kolli.